European Solidarity Corps veitir styrki fyrir verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og snjallsímaforritið Geðblær er svo sannarlega gott dæmi um það. Aðalmarkmiðið forritsins er að auðvelda fólki að fræðast meðal annars um geðraskanir og geðheilsu. Við tókum tali Sóleyju Berg, verkefnastjóra hjá Samfés en hún er konan á bakvið hugmyndina að forritinu.
Við höfðum áður heyrt um önnur samfélagsverkefni sem höfðu fengið styrk og fengum kynningu hjá Samfés. Okkur langaði að gera Geðblæ að veruleika og með því að fá styrk frá European Solidarity Corps gátum við unnið saman og sett Geðblæ af stað. Við mælum svo sannarlega með því að ungt fólk kynni sér þennan frábæra möguleika á styrk til að láta sín samfélagsverkefni verða að raunveruleika.
Geðblær er snjallsímaforrit þar sem aðalmarkmiðið er að auðvelda fólki að fræðast um geðraskanir, geðheilsu og umfram allt, hvernig hægt sé að finna upplýsingar um og nálgast úrræði á Íslandi. Í Geðblæ eru daglegar æfingar sem leggja áherslu á góðmennsku, útivist, heilsu, samveru, fjölskyldu- og vinatengsl með það markmið að stuðla að bættri geðheilsu landsmanna. Einnig er mikil áhersla lögð á að sýna fjölbreytileikann og þau málefni sem gætu talist feimnismál í samfélaginu. Í Geðblæ er eitt viðtal aðgengilegt, þar segir Sylvía Rún frá baráttu sinni við geðraskanir. Geðblær var sniðið með þeim hætti að það er ókeypis og engin tenging á milli notenda.
Hugmyndin að Geðblæ vaknaði þegar að verkefnastjórinn, Sóley Berg, sat í kennslustund í sálfræði grunnnáminu sínu. Þar heyrði hún um mörg úrræði sem stóðu til boða og velti fyrir sér afhverju hún kannaðist við svona fá og virtist erfitt að finna upplýsingar. Eftir að hafa spurt og kannað í vinahópnum og fjölskyldu kom fljótlega í ljós að ekki er öllum kunnugt hvaða úrræði standa til boða og hvert eigi að leita.
Það hefur gengið mjög vel, við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá notendum og þeim sem hafa sótt appið. Eins og er, geta einungis einstaklingar sem hafa Android síma sótt forritið. Okkar markmið núna er að gera Geðblæ aðgengilegt á Apple síma sem allra fyrst og verður það tilkynnt á samfélagsmiðlunum Geðblæs um leið og það verður hægt.
Geðblær er mikilvægt fyrir ungt fólk vegna þess að við viljum auka umræðu um geðraskanir, geðheilsu og úrræði í okkar samfélagi. Okkar markmið var að reyna að einfalda ferlið á milli ungmenna, stofnanna og félagasamtaka.
Það er ljóst að með Geðblæ er fyrsta skref stigið og er þar hægt að sjá helstu úrræði frá þeim sem svöruðu okkar fyrirspurnum um leyfi til að birta þeirra upplýsingar í undirbúningi að verkefninu. Það er okkar von um að halda áfram að fylgjast með hvað stendur til boða og bæta því inn í appið.
Í mjög stuttu svari, já. Geðblær er ókeypis app sem nýtist fólki á öllum aldri þar sem geðræn vandamál geta komið upp hvenær sem er á lífsleiðinni og er því mikilvægt að hafa yfirsýn yfir helstu úrræði sem eru í boði á einum stað. Með því að upplýsa almenning um geðraskanir, geðheilsu og úrræði þá erum við að stuðla að bættri geðheilsu landsmanna ásamt því að minnka fordóma gagnvart geðrænum vanda.
Það sem kom okkur allra helst á óvart í byrjun á verkefninu voru breytingarnar sem fylgdu heimsfaraldri Covid-19 og þeim samkomutakmörkunum sem fylgdu. Snemma í verkefninu urðum við að aðlagast því sem var að gerast í samfélaginu til að vinna verkefnið saman á skilvirkan hátt. Það olli því að við vorum lengur að klára verkefnið en við upprunalega gerðum ráð fyrir. Einnig bárust ekki svör frá öllum stofnunum sem við sendum fyrirspurn varðandi þátttöku, um birtingu á úrræðum í appinu.
Evrópusamstarf er mikilvægt vegna þess að það gefur ungu fólki tækifæri á að tengjast ungu fólki í öðrum löndum, læra af öðrum og vinna í sameiningu að álíkum markmiðum. Evrópusamstarf eykur tækifærin á því að ungt fólk nái að vinna saman, eigi samtalið, kynnist aðstæðum og samfélaginu í öðrum löndum, læri hvort af öðru og geti skipst á hugmyndum, lausnum og verkefnum.
Það var frábært að fá aðstoð og kynningu frá starfsfólki Rannís í upphafi. Við fengum góðar leiðbeiningar að umsóknarferlinu sem og náinn stuðning í gegnum allt ferlið.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.