Öll velkomin á Application Lab

16.4.2025

Næsti umsóknarfrestur er 7. maí

Fresturinn er í æskulýðshluta Erasmus+ , í flokknum Nám og þjálfun (KA1) og í samfélagsverkefnum í European Solidarity Corps.

Við bjóðum öll velkomin á "Application Lab", vinnusmiðju, þar sem hægt er að fá aðstoð við að móta hugmyndir, við umsóknarskrif og eins að fræðast nánar um tækifæri í Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Léttar veitingar í lok vinnusmiðju.

  • Hvenær: 29. apríl kl. 16:00 - 19:00
  • Hvar: Stúdentakjallarinn
  • Fyrir: umsækjendur í æskulýðshluta Erasmus+ og European Solidarity Corps

Vinsamlegast skráið ykkur hér.

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða heimasíðu Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin og upphæðir styrkja.

Á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbækur fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps.

Upplýsingarnar á þessari síðu eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar. Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

Auglýsing um umsóknir  í Erasmus+ fyrir árið 2025 í heild sinni.

Auglýsing um umsóknir  í European Solidarity Corps fyrir árið 2025 í heild sinni.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica