Rannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með 2025. Sendiherrar stuðla að framþróun eTwinning, veita kennurum ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í netverkum á norrænum og evrópskum vettvangi.
Ertu virk(ur) í eTwinning? Notar þú reglulega stafrænar aðferðir í kennslu? Hefur þú áhuga á að styðja við kollega þína í notkun eTwinning? Telur þú að það sé dýrmætt að deila reynslu með kennurum bæði hérlendis og í Evrópu? Þá gæti eTwinning sendiherrastarf verið fyrir þig.
eTwinning hjá Rannís leitar að nýjum eTwinning sendiherrum til að ganga til liðs við núverandi sendiherrateymi frá ársbyrjun 2025.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2024. Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá sendist á etwinning@rannis.is
eTwinning sendiherra er kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla sem tekur reglulega þátt í eTwinning verkefnum með nemendum sínum og stuðlar að því að kynna og innleiða eTwinning í skólasamfélaginu. Sendiherrar styðja við samstarfskennara, halda kynningar og vinna að þróun alþjóðlegs samstarfs í íslenskum skólum.
Sem sendiherra á Íslandi tekur þú þátt í norrænu og evrópsku samstarfi sem miðar að því að efla þróun skólastarfs og styrkja alþjóðlega vídd í kennslu.
Við leitum að kennurum sem:
eTwinning sendiherrar eru ekki starfsfólk Rannís en fá styrk fyrir störf sín í formi greiðslu á hverri önn. Þetta felur í sér að sendiherrar fá styrk til að sinna verkefnum sínum, svo sem að halda kynningar, veita ráðgjöf og taka þátt í þjálfun og fundum.
Skólastjórnendur þurfa að vera samþykkir sendiherrastarfinu og styðja við verkefnin sem tengjast því.
Sendiherrastarfið er skuldbinding til eins árs í senn. Sendiherrar taka yfirleitt þátt í árlegum fundi Landskrifstofu eTwinning, auk þess að hafa möguleika á að sækja norrænar og evrópskar ráðstefnur og fundi.
Við val á eTwinning sendiherrum er tekið mið af því á hvaða landsvæði umsækjendur starfa, til að tryggja að hvert landsvæði á Íslandi hafi virkan sendiherra sem getur stutt við skólasamfélagið á svæðinu.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2024. Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá sendist á etwinning@rannis.is
Ef þú hefur spurningar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á etwinning@rannis.is.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.