Evrópusambandið hefur auglýst umsóknarfresti fyrir árið 2022 í European Solidarity Corps áætluninni sem skapar tækifæri fyrir ungt fólk til þess að takast á við samfélagslegar áskoranir.
European Solidarity Corps gerir samtökum á Íslandi kleift að óska eftir að fá til sín sjálfboðaliða og hvetur ungt fólk til að setja á fót samfélagsverkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi þeirra. Í því samhengi er sérstök áhersla lögð á inngildingu, grænar lausnir, stafræna þróun og virka þátttöku. Á næsta ári verður einnig lögð áhersla á að hvetja til heilbrigðs lífstíls og varðveislu menningararfs.
„Samstaða er lykilatriði í Evrópusamstarfi. European Solidarity Corps felur í sér þátttöku ungs fólks í sjálfboðaliðaverkefnum. Þessi reynsla gefur ungu fólki tækifæri til þess að hjálpa samfélögum og leggja sitt af mörkum. Ég er mjög stoltur af því að áætlunin sé að þróast og muni í fyrsta skipti bjóða upp á hjálparaðgerðir á sviði mannúðaraðstoðar. Ungt fólk hefur vald til þess að breyta heiminum og framkvæmdastjórn ESB aðstoðar við að sýn þeirra verði að veruleika."
Margaritis Schinas, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Um 138 milljónum evra verður varið í European Solidarity Corps árið 2022 í Evrópu, sem mun gera 275,000 ungmennum kleift að mæta samfélags- og mannúðaráskorunum með sjálfboðaliðastörfum og samfélagsverkefnum. Á árinu 2022 verða rúmlega 550 þúsund evrur til úthlutunar fyrir verkefni sem fara fram á Íslandi, eða um 83 milljónir íslenskra króna.
Þeirri nýjung verður bætt við ESC áætlunina á næsta ári að ungt fólk á aldrinum 18-35 ára geti farið til landa utan Evrópu til þess að sinna mannúðaraðstoð og þannig stuðlað að friði og þróun í heiminum.
Hverjir geta tekið þátt?
Til þess að geta tekið á móti sjálfboðaliðum þurfa samtök og stofnanir að sækja um gæðavottun (e. Quality label), sem að staðfestir að umsækjandi hafi getu og burði til að framkvæma gæðaverkefni sem ríma við markmið og skilyrði áætlunarinnar.
Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem er skráð í European Solidarity Corps Portal getur sótt um styrk til þess að taka þátt í bæði sjálfboðaliða- og samfélagsverkefnum.
Næsti umsóknarfrestur er 23. febrúar 2022.
Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, sem er jafnframt landskrifstofa fyrir European Solidarity Corps, hvetur umsækjendur hér á landi til að kynna sér vel þá styrkjamöguleika sem í boði eru. Þau sem hafa spurningar um umsóknarferlið eru eindregið hvött til að hringja eða skrifa tölvupóst til viðkomandi verkefnastjóra. Í upphafi nýs árs má reikna með ýmsum kynningarviðburðum af hálfu Landskrifstofu. Þeir verða nánar auglýstir hér á síðunni og í fréttabréfi okkar, sem við mælum með að allt áhugasamt fólk um Evrópusamstarf gerist áskrifendur að.
Umsóknareyðublöð verða gerð aðgengileg fljótlega á Erasmus+ torginu.
Nánari upplýsingar
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.