Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval tungumála sem fólk lærir á lífsleiðinni. Aukin tungumálakunnátta veitir okkur betri innsýn inn í ólíka menningarheima og bætir samfélagslega færni okkar. Evrópski tungumáladagurinn er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.
Evrópski tungumáladagurinn var haldinn í fyrsta sinn þann 26. september árið 2001, en það ár var tileinkað evrópskum tungumálum. Dagurinn hefur síðan þá verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og fjöldi fólks víðs vegar um Evrópu skipuleggur eða tekur þátt í viðburðum þennan dag með það að markmiði að efla tungumálafjölbreytileika og færni til að tala önnur tungumál.
Í tilefni dagsins hafa verið skipulagðir viðburðir víða um Evrópu og viljum við hvetja fólk sérstaklega til að kynna sér þessa viðburði:
Rannís sér um og tekur þátt í ýmsu starfi sem snýr að eflingu tungumála og skilning okkar á þeim. Evrópumerkið er eitt af þessum verkefnum, en þar veitir Rannís í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið viðurkenningu fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og kennslu. Rannís er einnig tengiliður Miðstöðvar evrópskra tungumála á Íslandi og veitir upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar.
Óhætt er að segja að Erasmus+ hafi átt ríkan þátt í að efla tungumálakunnáttu þeirra fjölmörgu einstaklinga sem hafa farið milli landa á vegum áætlunarinnar. Tungumál í öllum sínum fjölbreytileika eru einmitt áhersluatriði í Erasmus+ og veittur er sérstakur stuðningur á þessu sviði svo þátttakendur geti aukið færni sína í erlendum málum þeim að kostnaðarlausu
Rannís sér líka um umsjón norrænu tungumálaáætlunar Nordplus, sem veitir styrki til þeirra sem starfa við kennslu og miðlun norrænna tungumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Verkefnin eru margbreytileg og eitt slíkt var samstarfsverkefni milli Íslands og Litháens þar sem að litháenskir nemendur fengu að kynnast forníslensku í gegnum dans.
Upplýsingastofa um nám erlendis og Eurodesk eru upplýsingaveitur sem miðla að því að aðstoða ungt fólk við að finna tækifæri erlendis, og þar er meðal annars boðið upp á styrki til tungumála. Hvort sem að þú hefur áhuga á að fara út í nám, störf eða sjálfboðavinnu þá getum við hjálpað þér að finna eitthvað við hæfi – allt til að bæta þína færni í evrópskum tungumálum!
Við hvetjum ykkur öll til að fagna Degi evrópskra tungumála með okkur og að kynna ykkur þau tækifæri sem standa til boða!
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.