Vakin er athygli á tvenns konar opnu samráði sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til á sviði menntamála. Annars vegar er um að ræða samráð um sjóði einstaklinga til náms (e. individual learning accounts) og hins vegar um örnám (e. micro-credentials). Í báðum málaflokkum er stefnt að aukinni færni og stuðning fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem nú er lögð aukin áhersla á stafræna og græna starfshætti.
Samráð um sjóði til náms
Að baki sjóðum einstaklinga til náms liggur sú hugmyndafræði að allir eigi rétt á þjálfun og stuðningi í starfi. Gert er ráð fyrir að upplýsingar um framboð á námi séu aðgengilegar, að hægt sé að stunda nám með vinnu og að fólk geti auðveldlega leitað sér ráðgjafar um næstu skref. Mörg ríki eru þegar með vísi að starfsmennasjóðum og eru þeir til dæmis hluti af íslenskum kjarasamningum. Hugmyndin er sú að allir geti safnað inneign í sérstaka sjóði og síðan notað hana til þess að fá menntun, ráðgjöf eða raunfærnimat.
Samráð um sjóði til náms er opið til 16. júlí og geta bæði einstaklingar og stofnanir/samtök tekið þátt.
Samráð um örnám
Í sama anda gengur hugmyndafræði örnáms út á það að auka tækifæri til náms og að gera fólki á öllum aldri kleift að auka færni sína á vinnumarkaði. Í kjölfar heimsfaraldursins er sérstaklega mikilvægt að byggja upp samfélagið á grunni grænnar og stafrænnar færni. Stuttar námsleiðir og fjölbreytt námsreynsla er í örum vexti í Evrópu og aukin áhersla er lögð á nemendamiðaða og sveigjanlega nálgun. Þess konar stutt reynsla af námi gengur undir nafninu örnám og kemur til viðbótar við háskólanám til fullrar gráðu. Opna samráðið gengur út á að þróa sameiginlega skilgreiningu á hugtakinu og að setja gæðastaðla sem gilda þvert á landamæri. Einnig mun það hjálpa til við að ákvarða næstu skref fyrir stofnanir, ríki og Evrópu í heild.
Samráð um örnám er opið til 13. júlí og geta bæði einstaklingar og stofnanir/samtök tekið þátt.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.