Árið 2022 var Evrópuár unga fólksins í Evrópu. Með því að tileinka árið ungu fólki vildi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefa þessari kynslóð vettvang til þess að deila sinni sýn á framtíð álfunnar. Ljóst er þó að ekki er einungis mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist heldur einnig að á hana sé hlustað. Því hefur Evrópuári unga fólksins nú verið fylgt eftir með 60 aðgerðum sem beinast að ungu fólki.
Ákveðin áhersluatriði voru rauður þráður í umræðunni á Evrópuárinu, bæði hérlendis og erlendis. Þar má nefna loftlagsbreytingar, heilsu og velferð, menntun og þjálfun, alþjóðlegt samstarf, inngildingu og atvinnu. Aðgerðirnar sem nú hafa verið kynntar tengjast þessum málaflokkum og er ætlað að sýna að hlustað er á áhyggjur unga fólksins og að tekið skuli á þeim með beinum hætti.
Meðal annars hefur svokallaður ungmennagátlisti (e. youth check) verið settur á laggirnar þar sem nýjar stefnur verða skoðaðar og mótaðar út frá hagsmunum ungs fólks. Þá hefur verið sett af stað sérstakt stefnumótunarsamtal milli ungs fólksins og ráðafólks innan Evrópusambandsins og nýr vettvangur hagaðila í æskulýðsgeiranum stofnaður.
Lesa má nánar um eftirfylgni ársins hér: Communication on the European Year of Youth
Þá má einnig finna æskulýðsstefnu ESB hér: 2019-2027 EU Youth Strategy
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.