Verkefnið nefnist „COCOON – Co-Creating greener futures; developing and transferring innovative bio-design modules for education to accelerate the green transition“. Eins og heitið ber með sér er markmið þess að hraða grænni umbreytingu í hönnunar- og byggingargreinum, sem gerir fólki kleift að finna nýjar leiðir til að búa til umhverfisvænar vörur.
Samstarfsaðilar Fab Lab Reykjavík og Fjölbrautaskólans í Breiðholti í verkefninu eru háskólar, rannsóknasetur og „fab lab“ smiðjur í Portúgal, Finnlandi og á Spáni. Það er til þriggja ára og mun fela í sér 10 vinnustofur sem byggja á ólíkum aðferðum lífhönnunar.
Styrkveitingin er úr miðstýrðum verkefnaflokki Erasmus+ sem ætlað er að efla nýsköpun í menntun með framsýnum hætti. Umsóknir eru afgreiddar af EACEA-skrifstofunnar sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB. Samkeppnin um styrki fyrir miðstýrð verkefni er töluvert meiri en þegar sótt er um til Landskrifstofunnar, enda eru styrkirnir hærri og verkefnin umfangsmeiri. Það eru því alltaf gleðitíðindi þegar stór verkefni með íslenskri aðild hljóta brautargengi á Evrópuvísu.
Nánari upplýsingar um miðstýrð verkefni má finna undir síðum hvers markhóps Erasmus+ um styrktækifæri:
Tækifæri fyrir stofnanir á háskólastigi
Tækifæri á sviði starfsmenntunar
Tækifæri á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.