Á sumarmánuðum fór fram úthlutun styrkja til 18 samstarfsverkefna sem eru nú að hefja göngu sína. Við þetta tilefni hittust verkefnisstjórar og starfsfólk Landskrifstofu á Hilton Nordica þann 5. október og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+.
Sókn í samstarfsverkefni er í heilmiklum vexti og fjöldi umsókna í mars jókst um rúmlega 40% frá fyrra ári. Í sumar var unnt að veita styrkjum til 18 verkefna sem hljóta samtals 3,4 milljónir evra, eða um 500 milljónir íslenskra króna, til að takast á við ýmsar áskoranir samfélagsins. Þau eru talin falla vel að meginforgangsatriðum Erasmus+ áætlunarinnar, sem eru inngilding, grænar áherslur, stafræn væðing og virk þátttaka í samfélaginu.
Sem dæmi um sértæk viðfangsefni verkefnanna má nefna:
gervigreind og áhrif hennar
gagnrýna hugsun
stuðning við fólk með innflytjendabakgrunn
menningararf
menningarlega fjölbreytni
geðheilsu
Nánari upplýsingar um styrkt verkefni má finna á yfirlitssíðu Erasmus+ yfir styrkúthlutanir.
Seinni umsóknarfrestur ársins um samstarfsverkefni var 4. október síðastliðinn og verður tilkynnt um úthlutun fyrir árslok. Umsóknarfrestir komandi árs verða auglýstir í nóvember.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á upphafsfundinum þann 5. október af tengiliðum verkefnanna og starfsfólki Landskrifstofu. Við hlökkum til að sjá metnaðarfullar hugmyndir verða að veruleika og óskum styrkhöfum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.
Kjartan Bollason, fulltrúi Háskólans á Hólum, og Hrannar Baldursson, fulltrúi Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum ásamt forstöðukonu Landskrifstofu og verkefnastjóra starfsmenntunar hjá Erasmus+
Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður KHA, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu og verkefnisstjóra háskólahluta hjá Erasmus+
Þorbjörg Arna Sigrúnardóttir Jónasdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurborgar, Eygló Árnadóttir, verkefnastýra Nordref f.h. Ofbeldisforvarnarskólans, Katarína Bozánová, verkefnastjóri hjá SEEDS, Björk Vilhelmsdóttir, framkvæmdastjóri Starfstækifærisins ásamt forstöðukonu Landskrifstofu og verkefnisstjóra æskulýðshluta hjá Erasmus+
Rannveig Björk Þorkelsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Jóna Guðrún Jónsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands, og Jenný Berglind Rúnarsdóttir, fulltrúi Áslandsskóla, ásamt forstöðukonu Landskrifstofu.
Heiðdís Hólm, fulltrúi LUNGA skólans og Tinna Grétarsdóttir frá Dansverkstæðinu ásamt forstöðukonu Landskrifstofu og verkefnisstjóra fullorðinsfræðslu hjá Erasmus+.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.