Evrópskir háskólar eru á krossgötum í kjölfar heimsfaraldurs og gegna lykilhlutverki í að takast á við áskoranir eins og hlýnun jarðar, stafræna umbyltingu og hækkandi aldur þjóða. Nýrri evrópskri háskólastefnu er ætlað að styðja þá í að leggja sitt af mörkum til að efla sjálfbærni og seiglu í álfunni.
Í Evrópu eru 17,5 milljónir háskólanema, 1,35 milljón háskólakennara, 1,17 milljón vísindafólks og nær 5000 starfandi háskólar. Háskólastefnan á að hjálpa þeim öllum við að laga sig að breytilegum aðstæðum í samfélaginu og uppfylla fjögur meginmarkmið:
að efla Evrópuvídd í háskólamenntun og rannsóknum
að styðja við háskólaumhverfi sem samræmist evrópskum gildum með áherslu á gæði, færni til framtíðar, inngildingu, lýðræði og grundvallarmannréttindi
að styrkja stöðu háskóla sem umbótaafls í þágu sjálfbærni og stafrænnar þróunar
að styrkja stöðu háskólamenntunar í Evrópu á heimsmælikvarða
Á sama tíma og Evrópustefnan var gefin út birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins drög að tilmælum sem ætlað er að dýpka samstarf milli evrópskra háskóla og gera þeim kleift að setja á fót sameiginlegar námsleiðir og gráður. Stefnunni og tilmælunum verður fylgt eftir með ýmsum aðgerðum á næstu árum. Þar má nefna fjármagn til aukins fjölda evrópskra háskólaneta, sem verða 60 talsins árið 2024. Meira en 500 háskólar munu geta tekið þátt í slíkum netum, þar sem áhersla er lögð á langtímasamstarf um menntun, rannsóknir og nýsköpun.
Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hvetur umsækjendur á sviði háskóla til að kynna sér efni stefnunnar vel, enda er mikilvægt að viðfangsefni Erasmus+ verkefna séu í samræmi við þá stefnumörkun sem Evrópusambandið setur í hverjum málaflokki.
Nánari upplýsingar um evrópska stefnu á sviði háskóla:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.