Tveir Íslendingar tóku þátt í alþjóðlegri Erasmus+ ráðstefnu um evrópsk háskólanet sem haldin var fyrr á þessu ári. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Spreading Innovative Results from European University Alliances to Other Higher Education Institutions“ og var haldin í Bergen í Noregi.
Ráðstefnan leiddi saman fulltrúa háskóla sem nú þegar taka þátt í evrópskum háskólanetum og þeirra sem ekki eru komnir svo langt. Þannig tóku þátt fyrir Íslands hönd þær Fanney Karlsdóttir frá Háskóla Íslands, sem er meðlimur í slíku neti, og Hildur Friðriksdóttir frá Háskólanum á Akureyri, sem ekki tekur þátt í dag. 44 háskólanet eru starfandi í Evrópu og tóku fulltrúar 40 þeirra þátt í ráðstefnunni. Markmiðið er að fjölga netunum í 60 á næstu árum.
Hildur verkefnisstjóri og alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri segir okkur hversu mikilvægt það er fyrir háskóla sem taka ekki þátt í háskólaneti að kynnast því á svona ráðstefnu: „Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi staðið vel undir þeim væntingum sem við gerðum til hennar. Dagskráin samanstóð af góðri blöndu af reynslusögum, fyrirlestrum og smærri málstofum og þá gafst einnig gott rými til að mynda ný tengslanet. Án efa var gagnlegast að hlusta á innlegg aðila sem reynslu hafa af þátttöku í evrópsku háskólaneti þar sem farið var yfir helstu kosti og helstu áskoranir slíks samstarfs.“
Fanney, verkefnisstjóri Aurora háskólanetsins við Háskóla Íslands, segir að árangurinn af háskólanetunum felist helst í tækifærum til náms, kennslu og rannsókna þvert á háskólana sem starfa saman.
Aðaláhersla ráðstefnunnar var á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs fyrir þróun háskóla í alþjóðavæddum heimi. Miklu máli skiptir fyrir verkefnisstjóra háskólanetanna að hafa vettvang til að koma saman og ræða sín á milli hvernig efla megi netin sem best. Auk þess er mikilvægt að opna þennan heim fyrir þá háskóla sem eiga eftir að stíga sín fyrstu skref inn í samstarf af þessu tagi.
Hildur segir okkur að lokum frá því hversu dýrmætt það hafi verið fyrir hana að fá að heyra frásagnir fulltrúa netanna og segir hún að: „frásagnir þeirra veittu góða innsýn í þau fjölmörgu tækifæri sem slíkt samtarf hefur í för með sér og þátttaka í ráðstefnunni hefur nýst okkur vel hér Í HA við undirbúning á næstu skrefum í átt að hugsanlegri aðildarumsókn.“
Þær Fanney og Hildur þakka fyrir sig og góða ráðstefnu!
-----
Hefur þú áhuga á að taka þátt í Erasmus+ vinnustofu eða ráðstefnu?
Fjölþjóðlegar ráðstefnur og vinnustofur veita frábær tækifæri til þess að fara út og efla tengslanetið, sækja innblástur að nýjum Erasmus+ verkefnum og auka þekkingu á ýmsum sviðum.
Landsskrifstofa Erasmus+ á Íslandi auglýsir reglulega vinnustofur of tengslaráðstefnur fyrir starfsfólk á öllum menntastigum. Auglýsingar eru birtar hér og á Facebook síðu Erasmus+ Ísland
Landskrifstofan greiðir fyrir gistingu þátttakenda auk 90% af ferðakostnaði, en í því felast allar ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Starfsfólki í æskulýðsmálum er bent á sérstaka síðu fyrir námskeið í Evrópu.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.