Gæðahandbók fyrir nám og þjálfun í Evrópu

28.1.2020

  • Gaedahandbok

Út er komið ritið Nám og þjálfun í Evrópu, ágrip af gæðahandbók framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuráðsins fyrir nám og þjálfun í Evrópu.

Í bókinni eru settar fram 22 meginreglur fyrir verkefnisstjóra í námi og þjálfun eða ungmenntaskiptum. Þær geta átt misvel við í hverju verkefni fyrir sig en meginhluti þeirra er bæði gagnlegur og auðveldur í framkvæmd. Til þess að mæla hvernig gengur við verkefnin eru síðan settar fram 119 mælistikur í formi hnitmiðaðra spurninga þannig að hægt sé að merkja við jafn óðum og hver þeirra hefur verið uppfyllt.

Handbókin er gefin út með styrk frá ESB í gegnum ECVET verkefnið. 

Skoða Gæðahandbók fyrir nám og þjálfun í Evrópu (pdf).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica