Ráðstefnan Geðrækt er málið! var haldin á Grand Hótel þriðjudaginn 3. maí sem hluti af Erasmus+ verkefninu BUILD. Í verkefninu hafa Píeta samtökin og Hafnafjarðarbær unnið með samstarfsaðilunum Athena frá Írlandi og Social Innovation Fund frá Litháen.
Verkefnið, sem fékk styrk í flokki samstarfsverkefna Erasmus+ , miðar að því að laga írskt námsefni um sjálfsvígsforvarnir að íslenskum og litháenskum aðstæðum. Þá hefur Hafnafjarðarbær kennt námsefnið í tilraunaskyni í öllum 8. bekkjum í grunnskólum bæjarfélagsins síðastliðinn vetur.
Dagskrá
ráðstefnunnar var virkilega áhugaverð þar sem bæði þátttakendur í verkefninu
sem og aðrir sérfræðingar í málefnum barna og geðheilsu fluttu erindi. Þá fóru
fram pallborðsumræður þar sem sjónum var beint að því hvernig stuðla eigi að
geðheilbrigði barna. Yfirskrift
ráðstefnunnar vísar til mikilvægi geðræktar og að hún verði sjálfsagður hluti
af námi og lífi allra barna og ungmenna. Að lokum
var undirrituð áskorun til stjórnvalda um geðheilbrigði barna.
Eftir hádegi voru vinnustofur haldnar þar sem áframhaldandi vinna við BUILD forvarnarnámskeiðið fór fram. Við hjá Erasmus+ erum virkilega stolt af þessu mikilvæga verkefni þar sem geðheilsa ungs fólks er sett í forgrunn.
Mikill fjöldi sótti ráðstefnuna
Arna Pálsdóttir, formaður Píeta samtakanna, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, undirrita áskorun til stjórnvalda um geðheilbrigði barna.
Dr. Ársæll Már Arnarsson, prófessor við Háskóla Íslands, flutti erindi um félagstengsl íslenskra barna og ungmenna.
Þeim
sem vilja kynna sér verkefnið frekar er bent á Facebook síðu verkefnisins
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.