Grænni verkefni Erasmus+ og European Solidarity Corps

11.10.2021

  • Pexels-akil-mazumder-1072824

Allt er vænt sem vel er grænt – líka Evrópusamstarf! Þann 13. október stendur Landskrifstofa fyrir stuttri vefstofu sem ætluð er styrkhöfum í Erasmus+ og European Solidarity Corps og þeim sem hafa hug á að sækja um styrki í þessar áætlanir í framtíðinni. 

Sama hvort um er að ræða ferðalög, fundi eða viðburði er mikilvægt að styrkhafar í Evrópusamstarfi leiði hugann að grænum lausnum við framkvæmd verkefna. Vefstofunni er ætlað að hvetja þátttakendur til umhugsunar um umhverfisvænt alþjóðastarf og veita innblástur um vistvæna nálgun á verkefni.

Vefstofan er öllum opin og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Hvenær: 13. október kl. 14:00 – 14:30

Hvar: Slóð á vefstofu

Fyrir hverja: Verkefnisstjóra, alþjóðafulltrúa, leiðbeinendur, stjórnendur, kennara og annað áhugasamt fólk á sviði mennta- og æskulýðsmála sem vill útfæra Evrópusamstarf í sem mestri sátt við umhverfi og loftslag.

Nánar um græna framkvæmd verkefni í Erasmus+ og European Solidarity Corps









Þetta vefsvæði byggir á Eplica