Nú er búið að opna fyrir umsóknir í allar tegundir styrkja fyrir æskulýðs- og ungmennaverkefni. Umsóknarfresturinn er 4. október og framundan eru kynningarfundir og opið “Application lab” þar sem öllum gefst tækifæri til að fá aðstoð við að móta hugmynd að verkefni og umsókn.
Fjölbreytt tækifæri
Ungmennaskipti - Í þessum styrkjaflokki er hægt að skipuleggja verkefni þar sem hópar ungs fólks frá tveimur eða fleiri Evrópulöndum hittast. Ungt fólk kynnist lífi og menningu jafningja þeirra í öðrum löndum Evrópu.
Samfélagsverkefni styrkt frumkvæðisverkefni ungs fólks sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið. Þetta geta verið fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars því að aðstoða fólk við að aðlagast samfélaginu, auka lýðræðislega þátttöku, efla umhverfis- og náttúruvernd og fleira.
Þátttökuverkefni geta verið bæði innanlands- eða fjölþjóðleg verkefni. Aðgerðir eða viðburðir þar sem fókusinn er á raddir ungs fólks og virka þátttöku í málefnum sem skipta þau máli - ekkert um okkur án okkar.
Nám og þjálfun fyrir starfsfólk í æskulýðsmálum geta verið verkefni sem efla fagþróun æskulýðsstarfsfólks og samtaka þeirra. Með þátttöku í þessum verkefnum getur æskulýðsstarfsfólk aukið eigin færni, lært nýja starfshætti og aukið gæði æskulýðsstarfs almennt.
Hér má svo sjá yfirlit yfir enn fleiri tækifæri og styrkjamöguleika.
Stuðningur, fræðsla og ráðgjöf
Starfsfólk æskulýðsteymis Rannís er á ferð og flugi að kynna tækifærin sem felast í styrkjaáætlunum Evrópu ásamt því að styðja við samtök, stofnanir og hópa við að móta og þróa verkefni og umsóknir. Ef þú hefur áhuga á að fá kynningu eða ráðgjöf þá hvetjum við þig til að hafa samband við sérfræðinga Rannís í gegnum netfangið erasmusplus@rannis.is.
Framundan eru einnig opnir kynningarfundir um samfélagsverkefni og Application lab þar sem sérfræðingar Rannís hjálpa til við að móta og þróa umsóknir. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar og skrá sig á viðburðina framundan.
Vertu breytingin!
European Solidarity Corps og Eurodesk á Íslandi býður ykkur á rafræna viðburðinn „Vertu breytingin!”. Kynning á styrkjum fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
Þriðjudaginn 6. september kl, 16:00.
Skráðu þig hér!
Application lab á KEX hostel
Fáðu aðstoð við að móta hugmyndir og umsóknir um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Þriðjudaginn 13. september verðum við á staðnum á milli kl. 15:00 og 19:00 og bjóðum upp á pizzu í lok dagsins fyrir þau sem hafa áhuga.
Skráðu þig hér!
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.