Hægt að vinna 48 lestarpassa til að ferðast um Evrópu

6.10.2023

  • Picture1_1696585792458

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi heldur utan um DiscoverEU happdrætti, á vegum ESB, sem veitir 18 ára ungmennum tækifæri til þess að ferðast um Evrópu með lest. Næsta umferð umsókna stendur yfir frá 4. október 2023 kl. 10:00 að íslenskum tíma, til 18. október 2023 kl 10:00 að íslenskum tíma og geta þau sem eru fædd á tímabilinu 1. janúar 2005 til 31. desember 2005 tekið þátt. 

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi heldur utan um DiscoverEU happdrætti, á vegum ESB, sem veitir 18 ára ungmennum tækifæri til þess að ferðast um Evrópu með lest. Næsta umferð umsókna stendur yfir frá 4. október 2023 kl. 10:00 að íslenskum tíma, til 18. október 2023 kl 10:00 að íslenskum tíma og geta þau sem eru fædd á tímabilinu 1. janúar 2005 til 31. desember 2005 tekið þátt.

Markmið DiscoverEU er að opna Evrópu fyrir 18 ára ungmennum til að þau fái tækifæri til kynnast menningararfleifð, sögu og fólki álfunnar. Hægt er að nota lestarpassann nánast ótakmarkað í Evrópu en passinn gildir í 30 daga á 12 mánaða tímabili. Hægt er að ferðast einn eða sem hópur, svo lengi sem þátttökuskilyrði eru uppfyllt.

„Það sem stóð upp úr var allt fólkið sem ég kynntist á ferðalagi mínu“ segir Aníta Ýrr Taylor, vinningshafi DiscoverEU í fyrra, og minnist tengslanna sem hún myndaði við önnur ungmenni út um alla Evrópu. Hún náði að heimsækja ellefu borgir á einum mánuði, þar á meðal heimsótti hún Prag í Tékklandi, Zagreb í Króatíu og Como-vatn á Ítalíu.

Þeir Tómas Liljar og Eyþór Bjarki eru einnig vinningshafar DiscoverEU frá því í fyrra. Þeir fóru ásamt öðrum vini sínum saman í hóp. „Því lengur sem við vorum í ferðinni, því skemmtilegri varð hún“ segir Tómas og vísar í minningar um borgarrölt með strákunum í evrópskri sumarsól. Eyþór tekur undir og lýsir óvissuferð strákana í húsdýragarð í litlu þorpi efst á fjallstindi í Split í Króatíu. „Gangan varð aðeins lengri [en við gerðum ráð fyrir] eða um einn og hálfur tími en var algjörlega þess virði á endanum“ segir Eyþór.

Til þess að taka þátt þarf að vera með íslenskt ríkisfang eða lögheimili á Íslandi, óháð þjóðerni. Dregið er út tvisvar á ári og er næsta umferð núna í gangi til 18. október.

Hægt er að lesa nánar um DiscoverEU hér en umsóknarferlið fer fram í gegnum evrópsku ungmennagáttina.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica