Í öllum Evrópuáætlunum er mikilvægt að fylgjast vel með framkvæmd og árangri þeirra til að sjá hvað hefur heppnast vel og hvað mætti betur fara. Nú er að hefjast matsferli fyrir European Solidarity Corps sem þátttakendur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að taka þátt í.
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur opnað umsagnargátt fyrir European Solidarity Corps áætlunina sem hófst árið 2018. Markmiðið er að safna umsögnunum frá þátttakendum og hagaðilum til að leggja mat á hvort áætlunin sé að uppfylla markmið sín ásamt því að kanna hvort að inngildingar aðgerðir áætlunarinnar séu að virka.
Matsferlið snýr að tveimur kynslóðum European Solidarity Corps áætlunarinnar. Annars vegar er um að ræða svokallað miðmat á nýju áætluninni sem hófst 2021 og stendur til 2027 og hins vegar er framkvæmt lokamat á forvera hennar, sem var í gangi frá 2018 til 2020.
Við hvetjum þátttakendur og aðra hagaðila til að senda inn umsögn svo að upplifun þátttakenda frá Íslandi fylgi með í vinnuna þegar þróa á áætlunina áfram. Hægt er að senda álit inn til framkvæmdastjórnarinnar gegnum sérstaka síðu til 15. nóvember nk. Innsent efni er birt opinberlega og þarf því að lúta ákveðnum reglum.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.