Hvernig ætti nám og þjálfun erlendis að líta út í framtíðinni?

20.2.2023

Landskrifstofa vekur athygli á því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um framtíð náms og þjálfunar erlendis. Markmiðið er að veita almenningi upplýsingar um stefnumótun á þessu sviði og að safna viðhorfum og gögnum sem málinu tengjast. 

Samráðið er hluti af vinnu sem nú fer fram við að móta stefnu um nám og þjálfun erlendis (e. learning mobility). Ávinningur þess að læra eða hljóta þjálfun í öðru Evrópulandi er skýr – fólk sem hefur þessa reynslu eykur faglega og persónulega færni sína og tekur virkari þátt í samfélaginu. Samt sem áður hafa aðeins 15% ungs fólks í Evrópu nýtt sér námstækifæri utan landssteinanna, til að gegnum með Erasmus+.

„[Nám og þjálfun erlendis] gerir okkur kleift að hitta nýtt fólk, eignast vini og – mikilvægast af öllu – að læra og fara fram. Okkur finnst að það ætti að vera auðveldara fyrir fólk að vita af möguleikunum og ferðast milli menntakerfa í ólíkum löndum. Þetta opna samráð er tækifæri til að hlusta á öll þau sem hafa með málið að gera og láta evrópskt menntasvæði verða að veruleika“

- Mariya Gabriel, framkvæmdastjóri nýsköpunar, menningar, menntunar og æskulýðsmála hjá framkvæmdastjórn ESB

Hægt er að taka þátt í samráðinu til 3. maí 2023 og við hvetjum öll sem vinna með málaflokkinn eða hafa skoðanir á honum að láta ekki tækifærið framhjá sér fara.

Slóð að opna samráðinu

Umfjöllun framkvæmdastjórnar ESB í daglegu fréttaskoti hennar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica