Ávinningurinn fyrir einstaklinga sem taka þátt í Erasmus+ er vel þekktur og margþættur. Hins vegar hefur minna verið rætt um áhrifin sem þátttaka starfsfólks hefur á stofnanirnar sem það starfar við. Landskrifstofa Erasmus+ stóð nýverið fyrir ráðstefnu um hvernig háskólar geta nýtt ferðir starfsfólks út fyrir landsteinana til að ná markmiðum sínum og skapa umhverfi þar sem alþjóðlegt samstarf er sett í forgrunn.
Ráðstefnan bar yfirskriftina „Strategic approaches to Erasmus+ staff mobility“ og fór fram á Hotel Berjaya Reykjavik Natura dagana 20.–21. júní 2024. Hún leiddi saman stjórnendur og alþjóðafulltrúa háskóla á Íslandi og í Austurríki, Slóveníu, Tékklandi, Ungverjalandi og Króatíu auk fulltrúa frá ACA-samtökunum, Erasmus Student Network, ISEP Study Abroad og European University Association. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessar sex landskrifstofur taka höndum saman og vinna með málaflokkinn ásamt ACA, því nýlega gáfu þær út í sameiningu skýrsluna Driving Impact of Erasmus+ Outgoing Academic Staff Mobility: Current Landscape and Pathways for the Future.
Samstarfið hefur gefið íslensku landskrifstofunni og háskólum landsins tækifæri til að ræða helstu áskoranir í starfsmannaskiptum við evrópskt samstarfsfólk og deila reynslu og góðum aðferðum. Meðal annars beindu umræðurnar sjónum að því hvernig efla megi nýliðun í kennaraskiptum, hvernig þátttaka í Erasmus+ geti aukið gæði í námi og kennslu og hvernig betur megi standa að mati á þátttöku og dreifingu niðurstaðna. Samtalinu er langt því frá lokið því landskrifstofurnar munu standa fyrir vefstofum næsta vetur sem veita starfsfólki háskóla frekari þjálfun við að nýta Erasmus+ starfsmannaskipti bæði markvisst og árangursríkt.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.