Hvernig geta örnám og örviðurkenningar nýst fullorðinsfræðslu?

8.10.2024

  • Afram-Epale-vidburdur-mynd-med-grein-2-

Hádegisfundur 16. október kl. 12:30 – 14:30 á Nauthóli.

Hæfniþarfir vinnumarkaðarins breytast hraðar en nokkru sinni og úrval námstilboða eykst sífellt.
Sífellt fleiri menntastofnanir bjóða upp á örnám og örviðurkenningar sem eru ný aðferðir til að skrásetja og sýna fram á færni og þekkingu.

Með kynningum og samtali viljum við skoða núverandi stöðu og hugsanlegar framtíðarlausnir og tækifæri fyrir fullorðinsfræðslu.

Vertu með og taktu þátt í samtali um hvernig örviðurkenningar geta stuðlað að því að móta framtíð fullorðinsfræðslu og atvinnulífs.

Hádegisfundur 16. október kl. 12:30 – 14:30 á Nauthóli.

Dagskrá*

  • Súpa og setning fundar
  • Iðan fræðslusetur og Samtök ferðaþjónustunnar: Tilraunaverkefni um örnám og útgáfu örviðurkenninga
  • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Óformlegt og formlaust nám tengt við innlenda hæfniramma
  • Mímir Símenntun: Stutt erindi um starfstengda íslensku
  • EQF: Íslenski hæfniramminn og örviðurkenningar
  • Samtal

*Með fyrirvara um breytingar:

Öll velkomin og ókeypis aðgangur en skráning er nauðsynleg.

Skráning

EPALE vefur fagfólks í fullorðinsfræðslu stendur að fundinum í samstarfi við eftirtalin Evrópuverkefni:

Fundurinn er hluti af árlegri samfélagsráðstefnu EPALE.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica