Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á örnámskeið tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 6. nóvember kl. 09:00-10:15 verður fjallað um notkun gervigreindar í náms- og starfsráðgjöf.
Í ljósi mikilla umræðna um gervigreind og möguleika hennar á ýmsum sviðum býður Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar upp á fræðandi rafrænt örnámskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa. Námskeiðið sem er rafrænt ber yfirskriftina „Hvað þýðir gervigreind fyrir einstaklingsbundna ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa?“ og fer fram í fjarfundarbúnaði þann 6. nóvember kl. 09:00–10:15 að íslenskum tíma.
Á örnámskeiðinu verður fjallað um könnun frá Bretlandi sem rannsakaði notkun á gervigreind í starfsráðgjöf innan háskólastigsins, sérstaklega hvað varðar áskoranir, mögulega kosti, viðhorf og reynslu ráðgjafa sem starfa á vettvangi. Auk þess verður sýnt hvernig gervigreind er notuð í starfsráðgjöf í Noregi. Dr. Chris Percy, sérfræðingur á sviði starfsráðgjafar og Eirik Øvernes, deildarstjóri hjá norsku starfsráðgjafaþjónustunni, munu ræða hvernig ráðgjafar geta nýtt sér gervigreind á næstunni.
Námskeiðið er byggt á nýlegri rannsókn sem styrkt var af Jisc , bresku tækni- og gagnastofnuninni sem styður menntun og nýsköpun.
Íslenskir náms- og starfsráðgjafar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt í þessum stutta en innihaldsríka námskeiði.
Viðburðurinn fer fram á ensku og er skipulagður af Euroguidance í Noregi og Litháen í samstarfi við Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.
Komandi námskeið í röðinni:
Við hvetjum ráðgjafa til að bóka dagsetningarnar í dagatalinu sínu og fylgjast með frekari upplýsingum!
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.