Hvernig getur gervigreind stutt við störf náms- og starfsráðgjafa?

30.10.2024

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á örnámskeið tengd náms- og starfsráðgjöf. Þann 6. nóvember kl. 09:00-10:15 verður fjallað um notkun gervigreindar í náms- og starfsráðgjöf. 

Í ljósi mikilla umræðna um gervigreind og möguleika hennar á ýmsum sviðum býður Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar upp á fræðandi rafrænt örnámskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa. Námskeiðið sem er rafrænt ber yfirskriftina „Hvað þýðir gervigreind fyrir einstaklingsbundna ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa?“ og fer fram í fjarfundarbúnaði þann 6. nóvember kl. 09:00–10:15 að íslenskum tíma.

Á örnámskeiðinu verður fjallað um könnun frá Bretlandi sem rannsakaði notkun á gervigreind í starfsráðgjöf innan háskólastigsins, sérstaklega hvað varðar áskoranir, mögulega kosti, viðhorf og reynslu ráðgjafa sem starfa á vettvangi. Auk þess verður sýnt hvernig gervigreind er notuð í starfsráðgjöf í Noregi. Dr. Chris Percy, sérfræðingur á sviði starfsráðgjafar og Eirik Øvernes, deildarstjóri hjá norsku starfsráðgjafaþjónustunni, munu ræða hvernig ráðgjafar geta nýtt sér gervigreind á næstunni.

Námskeiðið er byggt á nýlegri rannsókn sem styrkt var af Jisc , bresku tækni- og gagnastofnuninni sem styður menntun og nýsköpun.

Íslenskir náms- og starfsráðgjafar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt í þessum stutta en innihaldsríka námskeiði.

Viðburðurinn fer fram á ensku og er skipulagður af Euroguidance  í Noregi og Litháen í samstarfi við Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. 

Skráning fer fram hér

Komandi námskeið í röðinni:

  • Starfsfræðsla á Norðurlöndum, Oudi Ruusuvirta og Sif Einarsdottir, haldið af Euroguidance Finnlandi og Íslandi þann 24. janúar 2025, frá kl. 10:00 til 11:30 CET
  • Fimm víddir umhverfisvænnar starfsráðgjafar, Miriam Dimsits, haldið af Euroguidance Danmörku og Svíþjóð þann 18. febrúar 2025 frá kl. 15:00 til 16:00 CET

Við hvetjum ráðgjafa til að bóka dagsetningarnar í dagatalinu sínu og fylgjast með frekari upplýsingum!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica