Þann 27. mars gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út nýjan stefnuramma fyrir háskólastigið sem ætlað er að efla samvinnu milli háskóla. Lokamarkmið stefnunnar er að setja á fót evrópska háskólagráðu.
Stefnuramminn samanstendur af eftirfarandi atriðum:
1. Tilkynningu um áætlun fyrir evrópska háskólagráðu Í tilkynningunni eru taldar upp skýrar leiðir til samstarfs og stuðningsaðgerðir fyrir Evrópulönd og háskólakerfi þeirra í átt að evrópskri gráðu.
2.
Tillögu
að tilmælum Evrópuráðsins um það hvernig eigi að tryggja gæði háskólanáms og
mat á námi erlendis frá
Evrópsk ríki og háskólar eru hvött til að einfalda og bæta gæðakerfi sín, þar
með talið ferla sína og starfshætti. Þetta myndi auðvelda háskólum að laga
námsbrautir sínar hraðar að samfélagslegum þörfum, auka nýsköpun í kennslu og
tryggja að boðið sé upp á alþjóðleg gæðanámskeið sem metin eru sjálfkrafa af
heimaskóla.
3.
Tillögu
að tilmælum Evrópuráðsins um að gera háskólanám og -störf sjálfbærari og meira
aðlaðandi
Framkvæmdastjórn ESB hefur sett fram tillögu um leiðir til að tryggja að háskólastofnanir
viðurkenni þau fjölbreyttu verkefni sem starfsfólk tekur að sér til viðbótar
við rannsóknir, svo sem við kennslu, þróun alþjóðlegra námskeiða og örnáms (e.
micro-credentials). Hún miðar einnig að því að laða að og halda í hæfileikaríkt
fræðafólk og skapa starfsumhverfi sem stuðlar að hágæða námi án aðgreiningar, yfirfærslu
þekkingar og aukinni færni.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Evrópusambandsins um evrópska menntasvæðið
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.