Inngilding í Erasmus+

26.5.2021

  • Team-spirit-2447163_1280

Með aukinni vitund um mikilvægi jafnra tækifæra hefur þörfin vaknað enn frekar á að finna gott íslenskt orð fyrir hugtakið inclusion. Inngilding var nýlega tekið upp á arma Landskrifstofunnar enda er hér um að ræða stórt þema í áætlunum Erasmus+. Landskrifstofan er ekki eina stofnunin sem notar orðið en hægt er að sjá það í orðaforða ýmissa stofnana og samtaka. Þótt einhver klóri sér vafalaust í kollinum yfir orðinu núna þá tekur það alltaf tíma að koma orðum í almenna notkun, eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur bent á í pistli sínum.

Hvers vegna inngilding?

Í fullkomnu samfélagi væri stefna um inngildingu óþörf. Stefnur um inngildingu eru fyrir hendi vegna þess að sýnt hefur verið fram á að upplýsingar berast ekki jafnt til allra hópa samfélagsins – og þegar þær berast á rétta staði eru enn einstaklingar sem telja sig ekki eiga möguleika til jafns við aðra og sækja því síður um. Með inngildingarstefnu Erasmus+ er landskrifstofum falið að auka sýnileika þeirra mismunandi möguleika sem í boði eru og styrkja verkefni sem stuðla að inngildingu. Hlutverk inngildingarstefnu er að gera fleirum ljóst að tækifærin í boði eru fyrir þau einnig því aukin þátttaka fjölbreytilegs hóps fólks skilar sér margfalt út í samfélagið.

Jöfn tækifæri

Á vefsíðu okkar er hægt að lesa nánar um þá aukastyrki og jöfn tækifæri sem eru í boði í Erasmus+ til að stuðla að inngildingu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica