Könnun á reynslu verkefnastjóra af styrkjakerfi Erasmus+

3.5.2021

  • IST_30606_17054

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir könnun meðal styrkhafa Erasmus+ í samstarfi við alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið Ecorys. Þar er sjónum beint að hinu einfaldaða styrkjakerfi áætlunarinnar, sem styðst við einingakostnað fremur en raunkostnað þegar verið er að reikna út styrkupphæðir verkefna.

Í könnuninni er spurt um reynslu þeirra sem hafa tekið þátt í Erasmus+ verkefnum frá 2016 til 2019 af styrkjakerfinu og hvernig það hefur komið til móts við raunverulegan kostnað sem af hlýst af þátttökunni. Það er mjög mikilvægt að fá upplýsingar beint frá styrkhöfum Erasmus+ um hvernig til hefur tekist með styrkjakerfið til að hægt sé að meta hvort það þurfi að taka breytingum á komandi árum.

Ef þið tókuð þátt í Erasmus+ verkefni sem hófst á tímabilinu 2016-2019 hvetjum við ykkur til að fylla út könnunina fyrir 28. maí nk. Það ætti einungis að taka 14 mínútur. Öll svör verða meðhöndluð nafnlaust. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica