Þann 7. desember 2022 kl. 13:00-16:00 að íslenskum tíma verður haldin kynning á alþjóðlegum samstarfsnetum aðila í starfsmenntun, sem er nýjung í Erasmus+. Öllum áhugasömum um tækfæri á alþjóðasamstarfi í starfsmenntun og starfsþjálfun er velkomið að taka þátt, en kynningin fer fram á vefnum.
Um er að ræða alþjóðleg samstarfsverkefni sem byggjast á marghliða samstarfi milli stofnana sem starfa á sviði starfsmenntunar í Evrópu sem hafa tengingu við Erasmus+ áætlunina og annarra landa sem tengjast ekki áætluninni beint.
Verkefnin miða að því að efla starfsmenntageirann í löndum sem hafa litla sem enga tengingu við Erasmus+ áætlunina. Þessi tegund verkefna er lykilþáttur í viðbrögðum ESB við áskorunum um starfsþjálfun í þeim löndum sem ekki tengjast áætlun sambandsins um atvinnu, félags- og efnahagslegan bata, vöxt og velmegun. Á ensku heita þessi verkefni Capacity building in the field of Vocational Education and Training.
Nánari upplýsingar um slík verkefni og kynningarfundinn er að finna hér. Síðar verður hlekkur á fundinn þar einnig aðgengilegur. Skráning er ekki nauðsynleg og er öllum áhugasömum velkomið að taka þátt.
Allar spurningar um upplýsingafundinn er hægt að senda á netfangið EACEA-EPLUS-CBVET@ec.europa.eu.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.