Landskrifstofan býður í kaffi mánudaginn 4. september á Ketilkaffi, Akureyri. Þar býðst styrkþegum og áhugasömum umsækjendum að grípa sér kaffibolla, setjast og spjalla við starfsfólk landskrifstofunnar í afslappandi umhverfi. Öll velkomin sem hafa spurningar um áætlunina eða langar að ræða núverandi eða möguleg framtíðar verkefni.
Miriam og Svandís taka glaðar á móti hverjum þeim sem hafa áhuga á að vita meira um Erasmus+. Miriam er inngildingarfulltrúi landskrifstofunnar og Svandís starfar með samstarfsverkefni í æskulýðshluta og háskólahluta. Þær svara líka fyrirspurnum um aðra hluta Erasmus+ eftir bestu getu og geta veitt upplýsingar um tengiliði innan landskrifstofunnar.
Á mánudeginum heldur Miriam einnig inngildingarþjálfun fyrir starfsfólk í stoðþjónustu Háskólans á Akureyri en auk þess munu þær funda með styrkþegum á staðnum, ásamt því að halda kynningar fyrir ungt fólk um tækifæri í áætluninni í Háskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar.
Á þriðjudeginum verður þjálfun með starfsfólki Akureyrarbæjar, Vinnumálastofnunar og SÍMEY undir handleiðslu Rökstóla frá Dalvík og á miðvikudeginum munu Miriam og Svandís heimsækja Siglufjörð, Ólafsfjörð og Dalvík.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.