Langar þig í nám erlendis?

15.12.2023

  • Kynningarfundur-SINE-og-Rannis-19.12.2023_1702895945402

Upplýsingastofa um nám erlendis og SÍNE standa fyrir kynningarfundi um nám erlendis, þriðjudaginn 19. desember kl. 16:00 á Kex hostel.

Nú fer að líða að umsóknarfrestum í nám víða um heim, og því er gott að glöggva sig á ferlinu, hvað er í boði og hvert á að snúa sér. 

Kíkið í huggulegan jólakynningarfund þriðjudaginn 19. desember kl. 16:00 á Kex hostel. Þar standa Upplýsingastofa um nám erlendis , sem rekin er af Rannís, og SÍNE fyrir sameiginlegum kynningarfundi um nám erlendis.

Skráning á fundinn hér.

Á fundinum verður kynning á starfsemi SÍNE, vefsíðunni Farabara.is og Erasmus+ styrkjum til skiptináms, ásamt pallborðsumræðum þar sem íslenskir nemendur í námi erlendis ræða um umsóknarferli, reynslu sína af námi og svara spurningum. 

Boðið verður upp á kaffi, kakó og kruðerí og létta jólastemningu. Við hvetjum öll til að deila viðburðinum með ungu fólki og öðrum áhugasömum um nám erlendis. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica