Upplýsingastofa um nám erlendis og SÍNE standa fyrir kynningarfundi um nám erlendis, þriðjudaginn 19. desember kl. 16:00 á Kex hostel.
Nú fer að líða að umsóknarfrestum í nám víða um heim, og því er gott að glöggva sig á ferlinu, hvað er í boði og hvert á að snúa sér.
Kíkið í huggulegan jólakynningarfund þriðjudaginn 19. desember kl. 16:00 á Kex hostel. Þar standa Upplýsingastofa um nám erlendis , sem rekin er af Rannís, og SÍNE fyrir sameiginlegum kynningarfundi um nám erlendis.
Á fundinum verður kynning á starfsemi SÍNE, vefsíðunni Farabara.is og Erasmus+ styrkjum til skiptináms, ásamt pallborðsumræðum þar sem íslenskir nemendur í námi erlendis ræða um umsóknarferli, reynslu sína af námi og svara spurningum.
Boðið verður upp á kaffi, kakó og kruðerí og létta jólastemningu. Við hvetjum öll til að deila viðburðinum með ungu fólki og öðrum áhugasömum um nám erlendis.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.