Vissir þú að DiscoverEU veitir ungu fólki tækifæri til að uppgötva Evrópu með lest? Landskrifstofa kallar eftir umsóknum um styrk fyrir ungt ævintýrafólk sem þarf aukalegan stuðning við að ferðast.
Frá árinu 2018 hefur DiscoverEU áætlunin í Erasmus+ veitt 18 ára gömlu fólki tækifæri til að kynnast ólíkum löndum og menningu með 30 daga lestarpassa sem hægt er að nota nánast ótakmarkað á evrópskum lestarteinum. Nú er opið fyrir umsóknir fyrir samtök, stofnanir og óformlega hópa ungs fólks þar sem óskað er eftir auknum fjárhagslegum stuðningi til viðbótar við lestarpassann.
Þau sem sækja um geta sótt um að fara í nokkrar ferðir með ólíka ungmennahópa, en ungmennin verða að vera 18 ára gömul. Nánari upplýsingar um skilyrði má sjá á vef ESB .
Tilgangurinn með þessu átaki (DiscoverEU Inclusion Action) er að veita fleira ungu fólki en áður tækifæri til að ferðast. Ferðalög sem þessi gefa ungu fólki færi á því að víkka sjóndeildarhringinn og standa á eigin fótum.
Ýmis konar hindranir geta kallað á aukalegan stuðning, svo sem andlegir eða líkamlegir heilsufarsörðugleikar, fötlun eða fjárhagslega erfitt bakland. Í umsókninni á að rökstyðja af hverju þörf er á aukalegum stuðningi og fyrir hvers konar kostnað, til dæmis vegna fylgdarmanneskju eða flutnings á búnaði.
Sótt er um í gegnum Erasmus+ torgið.
Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur málið nánar og hafa samband við okkur á Landskrifstofu ef ykkur vantar aðstoð við umsóknarferlið eða viljið vita í hverju styrkurinn getur falist.
Nánari upplýsingar:
Upplýsingar um DiscoverEU af síðu Landskrifstofu
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.