Lifandi lýðræði: Evrópska ungmennavikan 2024

15.1.2024

Árið 2024 verður Evrópska ungmennavikan haldin hátíðleg dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk og þeim frábæra árangri sem náðst hefur í æskulýðsstarfi.

Fjöldi viðburða verða skipulagðir og hægt verður að fylgjast með hvað er í boði á sérstakri síðu inni á Evrópsku ungmennagáttinni:

Í ár er yfirskrift Evrópsku ungmennavikunnar: Lifandi lýðræði. Virk þátttaka í lýðræðissamfélagi er eitt af áhersluatriðum Erasmus+ og European Solidarity Corps og því rímar þessi áhersla vel við áætlanirnar. Þá er markmiðið að hvetja öll ungmenni til að láta sína rödd heyrast, taka þátt í kosningum og þar með taka þátt í að móta Evrópu framtíðarinnar. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica