Evrópska ungmennavikan er handan við hornið

9.4.2024

Evrópska ungmennavikan verður haldin dagana 12.-19. apríl. Vikan er haldin annað hvert ár um alla Evrópu þar sem vakin er athygli á margskonar tækifærum sem eru í boði fyrir ungt fólk til að hafa áhrif og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.  

Í ár er yfirskrift ungmennavikunnar: Lifandi lýðræði. Virk þátttaka í lýðræðissamfélagi er eitt af áhersluatriðum Erasmus+ og European Solidarity Corps og því rímar þessi áhersla vel við áætlanirnar. Þá er markmiðið að hvetja öll ungmenni til að láta sína rödd heyrast, taka þátt í kosningum og þar með taka þátt í að móta Evrópu framtíðarinnar.

Á síðu Evrópusambandsins má finna nánari upplýsingar og yfirlit yfir viðburði sem fara fram víða um Evrópu og á netinu í tilefni af vikunni. Sérstaklega er vakin athygli á opnunarviðburðinum sem hægt er að fylgjast með í streymi frá Evrópuþinginu þann 12. apríl. 

Hér á landi stendur Eurodesk á Íslandi meðal annars fyrir ljóða- og smásögukeppni og námskeiði í veggmyndalist. Hér má kynna sér dagskrána nánar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica