Evrópsk ungmennavika er haldin hátíðleg annað hvert ár til að skapa vettvang fyrir málefni ungs fólks, vekja athygli á tækifærum í Evrópu og deila farsælum árangri í ungmennastarfi. Í venjulegu árferði er þetta hápunktur evrópskra ungmennaviðburða en í skugga heimsfaraldurs eru margir viðburðir í ár haldnir rafrænt. Hér á Íslandi voru sóttvarnaraðgerðir í lágmarki þannig að hægt var að framkvæma flotta viðburði í vikunni.
Í evrópsku ungmennavikunni í ár er lögð áhersla á inngildingu og fjölbreytileika, sjálfbærni og umhverfisvernd, lýðræðisþátttöku ungs fólks og andlega og líkamlega heilsu ungs fólks eftir heimsfaraldurinn.
Tíu samtök á Íslandi hlutu styrk frá Erasmus+ og Eurodesk á Íslandi til að halda viðburði í evrópsku ungmennavikunni. Viðburðirnir voru fjölbreyttir og náðu til breiðs hóps ungmenna. Má þar nefna prjónakvöld þar sem vakin var athygli á sjálfbærni, kennsla í matjurtarækt og viðgerða á fatnaði, fyrirlestur um kynþáttafordóma og kvöldstund um matarsóun. Haldin voru námskeið í leiðtogafærni, í skapandi skrifum og skrifum til breytinga auk vinnustofu í umhverfisvænni bókaútgáfu. Í vikunni var einnig sjálfstyrkingarviðburður í Háskólabíó fyrir unga ættleidda Íslendinga og í Svalbarðsstrandarhreppi var haldið námskeið í frisbígolf til að efla ungt fólk í lýðheilsu á jafningjagrundvelli.
Auk þessa verður ljósmyndasýning í Bíó Paradís um líf sjálfboðaliða hér og erlendis dagana 2.-6. júní og námskeið í sjálfstyrkingu fyrir sundíþróttafólk á Reykjanesi þann 7. júní
Þau samtök sem fengu styrk voru AIESEC in Iceland, AUS Alþjóðleg ungmennaskipti, Félagsmiðstöðin Aldan, Félagsmiðstöðin Tónabær, Íslensk ættleiðing, Prent & vinir, Sundráð ÍRB, Ungir umhverfissinnar, Ungmennafélagið Æskan og Ungmennaráð bandalags íslenskra skáta.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.