Menntahleðsla með Erasmus+ og eTwinning

18.3.2025

  • Mynd-med-grein-etwinning

Menntahleðsla er stutt og hagnýt fræðsla fyrir kennara og starfsfólk skóla, þar sem áhersla er lögð á að miðla nýrri þekkingu og veita innblástur til þróunar í kennslu. Markmiðið er að gefa þátttakendum skýra sýn á ný tækifæri sem geta bætt skólastarf, stutt við kennara í þeirra faglega starfi og aukið alþjóðleg tengsl skóla.

Menntahleðsla er fræðslufyrirkomulag á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og NýMennt, þar sem kennarar og starfsfólk skóla fá tækifæri til að kynna sér nýjar leiðir í kennslu og skólaþróun í gegnum stuttar og hagnýtar kynningar. Menntahleðsla miðar að því að miðla nýrri þekkingu og veita kennurum verkfæri til að þróa kennsluhætti sína með áherslu á nýsköpun, samstarf og alþjóðavæðingu skólastarfs.

Landskrifstofur eTwinning og Erasmus+ munu standa fyrir tveimur opnum kynningarfundum þann 24. og 26. mars, þar sem kennarar og skólastjórnendur á öllum skólastigum geta fræðst um alþjóðleg tækifæri sem standa skólum til boða. Á fundunum verður fjallað um hvernig eTwinning og Erasmus+ geta stutt við þróun kennslu, styrkt alþjóðlegt samstarf skóla og skapað nýjar leiðir fyrir kennara til að efla sig í starfi.

eTwinning fyrir byrjendur

24. mars 2025 kl. 15:00 - 16:00  

Skráning hér (skráningu lýkur 24. mars kl. 12:00)

ETwinning-mynd-med-greinÁ þessum fundi verður farið yfir hvernig eTwinning veitir kennurum og nemendum tækifæri til að vinna saman í alþjóðlegum verkefnum í öruggu stafrænu umhverfi. Þátttakendur fá leiðsögn um skráningu, hvernig finna má samstarfsaðila og hefja verkefni.

eTwinning er hluti af European School Education Platform (ESEP) og veitir kennurum aðgang að námskeiðum, stafrænum verkfærum og tengslaneti í Evrópu.


Erasmus+ fyrir skóla

26. mars 2025 kl.15:00 - 16:00

Skráning hér (skráningu lýkur 26. mars kl. 12:00)

Erasmus-mynd-med-greinÞessi kynning er fyrir kennara og skólastjórnendur sem vilja kynna sér hvernig Erasmus+ getur styrkt skólastarf í gegnum nemenda- og starfsmannaskipti, samstarfsverkefni og faglega þróun kennara.

Farið verður yfir styrkjamöguleika, umsóknarferlið og hvernig finna má samstarfsaðila í Evrópu.


Taktu þátt og nýttu tækifærin

Menntahleðsla er frábært tækifæri til að fá innsýn í nýjar aðferðir og úrræði í kennslu, þróa faglega færni og tengjast kennurum og skólum í Evrópu í gegnum eTwinning og Erasmus+.

Skráning er nauðsynleg og þátttakendur fá sendan Zoom-hlekk eftir að skráningu lýkur. Nánari upplýsingar er að finna á viðburðardagatali Menntahleðslu.  









Þetta vefsvæði byggir á Eplica