Nýr vefur Upplýsingastofu um nám erlendis, Farabara.is , fór í loftið á dögunum í stórlega endurbættri útgáfu sem virkar mun betur í snjalltækjum en áður. Farabara.is er alhliða upplýsingavefur fyrir öll þau sem hyggja á nám erlendis.
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad verkefnastýra upplýsinga-
stofu um nám erlendis
Frá árinu 2014 hefur Upplýsingastofa um nám erlendis verið hýst hjá Rannís og var vefurinn sem nú hefur verið leystur af hólmi tekinn í notkun strax á þeim tíma.
Nýi vefurinn er ekki einungis nútímalegri heldur einnig aðgengilegri í snjalltækjum. Upplýsingar vefsíðunnar eru jafn yfirgripsmiklar og áður en þeim hefur verið stillt upp á skipulagðari hátt.
Áfram er hægt að lesa um ólík lönd, fletta upp fjölmörgum styrkjum sem standa nemendum frá Íslandi til boða við nám erlendis, lesa reynslusögur fólks sem farið hefur út í nám og hafa samband við Upplýsingastofuna fyrir persónubundna ráðgjöf.
Það er starfsfólk Rannís sem hefur umsjón með Upplýsingastofunni en helsti samstarfsaðili hennar eru Samtök íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), sem eru stærstu og elstu hagsmunasamtök íslenskra nemenda erlendis. Nú er vefurinn eining birtur undir formerkjum Eurodesk á Íslandi, sem er einnig hýst hjá Rannís, en Eurodesk er evrópsk upplýsingaveita og stoðverkefni við Erasmus+ sem hefur hlutverk að veita ungu fólki upplýsingar um tækifæri til að fara út í nám, skiptinám, starfsnám, sjálfboðaliðastörf og fleira.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.