Á vef landskrifstofunnar má nú finna undirsíðu með upplýsingum um stuðning Erasmus+ og European Solidarity Corps við fólk á flótta.
Mennta- og æskulýðssamfélagið hér á landi og víðar leggur kapp á að styðja við fólk frá Úkraínu á þessum erfiðu tímum og mörg hafa þegar gripið til aðgerða. Það er mikilvægt að nýta sem best fjármagn og stuðning sem Evrópuáætlanir bjóða upp á í þessum tilgangi.
Á nýju síðunni eru tekin saman svör við þeim spurningum sem upp kunna að koma meðal umsækjenda eða þeirra sem eru nú þegar með verkefni í gangi og vilja láta gott af sér leiða í þágu fólks frá stríðshrjáðum svæðum. Sérstaklega er hvatt til nýrra umsókna sem tengjast móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttunni gegn falsfréttum og stuðningi við samevrópsk gildi. Verkefni sem þegar hafa hlotið samþykki geta brugðist við ástandinu á margvíslegan hátt, svo sem með því að opna fyrir móttöku nemenda, starfsfólks, sjálfboðaliða og kennara frá Úkraínu jafnvel þótt slíkt hafi ekki verið fyrirhugað í umsókn.
Starfsfólk Landskrifstofu hvetur umsækjendur og styrkhafa til að kynna sér vel þá möguleika sem eru fyrir hendi og setja sig í samband ef frekari spurningar vakna.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.