Ný skýrsla varpar ljósi á stöðuna varðandi æskulýðsstefnu Evrópusambandsins 2019-2027

2.4.2025

Þrjú helstu markmið æskulýðsstefnunnar eru að tengja, virkja og valdefla ungt fólk í borgaravitund og lýðræðislegri þátttöku. 

Evrópusambandið hefur gefið út skýrslu fyrir árin 2022-2024 varðandi framkvæmd á æskulýðsstefnu sinni. Skýrslan gefur innsýn inn í framvindu málefna sem snerta ungt fólk og skuldbindingar ESB við að framfylgja markmiðum sínum. Hún er þannig mikilvægur leiðarvísir til þess að hrinda í af stað vinnu á sviðum sem skipta ungu fólki máli.

Samhliða skýrslunni var framkvæmd sk. Eurobarometer könnun þar sem hátt í 30 þúsund ungmenni í 27 aðildarríkjum ESB deildu sinni sýn á áskoranir og tækifæri ungs fólks í Evrópu. Helstu áhyggjuefni þeirra snúa að framfærslukostnaði, atvinnuleysi og stöðugleika á heimsvísu. Meirihluti ungra Evrópubúa eða 67% hefðu áhuga á að eiga í virkum umræðum við jafnaldra sína í álfunni um sameiginlega hagsmuni og málefni sem varða þau í nútíð og framtíð.

Þessar niðurstöður sýna fram á mikilvægi markmiða æskulýðsstefnunnar og hvernig unnið er að þeim markvisst. Þau hafa einnig sterka tengingu við markmið Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem bjóða upp á tilvalin tækifæri til að takast á við þær áskoranir sem ungt fólk stendur frammi fyrir með því að:

  • virkja ungt fólk, sem hvetur þau til samfélagsvitundar og þátttöku í lýðræði
  • tengja ungt fólk saman, sem býr til vettvang til nýsköpunar og aðstæður þar sem þau hafa tækifæri til að kynna sér nýja menningu í gegnum nám, leik og störf
  • valdefla ung fólk, sem hvetur ungt fólk til að taka frumkvæði í sínu lífi í og virkan þátt í málefnum sem þau skipta máli. Hér eftir sem hingað til er gott að hafa í huga lykilregluna: „ekkert um okkur án okkar“.

Nánari upplýsingar:









Þetta vefsvæði byggir á Eplica