Þann 23. mars hélt Landskrifstofa Erasmus+ í samstarfi við Rökstóla Samvinnumiðstöð viðburð í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á
Erasmus+ handbók um inngildingu fatlaðs fólks í evrópsk æskulýðsverkefni. Inngilding er sérstakt áhersluatriði Erasmus+ áætlunarinnar og er eitt af markmiðunum að öllum séu tryggðir jafnir möguleikar á þátttöku.
Viðburðurinn var haldinn fyrir fagaðila sem vinna með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og öll þau sem brenna fyrir inngildingu í æskulýðsmálum. Þátttakendurnir fengu tækifæri til að fræðast, deila sinni dýrmætu þekkingu og taka þátt í hugmyndaflæðivinnu um hvernig hægt er að auka inngildingu þegar unnið er með ungu fólki. Viðburðurinn var einnig tilvalinn vettvangur fyrir tengslamyndun á milli þátttakendanna og vonandi kveikja að framtíðarsamstarfi þeirra á milli.
Sérstakir gestir voru Björg Árnadóttir, þýðandi handbókarinnar, og Embla Guðrúnar Ágústsdóttir baráttukona og talskona femínisku fötlunarhreyfingarinnar Tabú. Björg hefur margra ára reynslu af inngildandi evrópskum verkefnum og deildi hún reynslu sinni og þekkingu með þátttakendum viðburðarins. Embla hefur skapað inngildandi námskeið með stuðningi frá Erasmus+ með góðum árangri og sagði frá þeirri vinnu, sem og hvernig hún hefur getað nýtt sér inngildingarstyrk Erasmus+ til þátttöku í verkefnum.
Við hvetjum öll til þess að kynna sér þann stuðning sem Erasmus+ býður upp á til að stuðla að inngildingu á heimasíðu okkar.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.