Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt nýjar leiðbeiningar um grænar og stafrænar áherslur fyrir umsækjendur um Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) verkefni. Leiðbeiningarnar hjálpa umsækjendum að samræma verkefni sín við markmið áætlananna um að efla stafræna færni um alla Evrópu og gera álfuna vistvæna og sjálfbæra. Landskrifstofan hvetur umsækjendur til að skoða leiðbeiningarnar og nýta sér þær í verkefnum sínum.
Hverjar eru grænar áherslur Erasmus+ og ESC?
Áætlanirnar leggja sitt af mörkum til sjálfbærari framtíðar með því að styrkja verkefni sem efla umhverfismeðvitund einstaklinga og stofnanna og draga úr orkunotkun, úrgangi og kolefnislosun. Mikil áhersla er lögð á umhverfisvæna starfshætti í framkvæmd verkefna og þátttakendur hvattir til að minnka kolefnisfótspor sitt með margvíslegum leiðum. Ungu fólki eru boðin tækifæri til að taka þátt í umhverfisvernd og að skoða Evrópu á umhverfisvænan máta í gegnum DiscoverEU.
Hverjar eru stafrænar áherslur Erasmus+ og ESC?
Áætlanirnar stuðla að stafrænni umbreytingu í menntun, þjálfun og æskulýðsstarfi með því að efla notkun stafrænna lausna og þróa stafræna hæfni og borgaravitund einstaklinga. Nemendum og starfsfólki eru gefin tækifæri til að afla sér nýrrar þekkingar og þróa stafræna færni og læsi hjá erlendum samstarfsaðilanum. Þá styrkja áætlanirnar samstarfsverkefni sem þróa stafrænar kennsluaðferðir og námsefni samhliða því að kynna tæki á borð við SELFIE sjálfmatið fyrir kennara.
Hvernig geta leiðbeiningarnar gagnast mér?
Leiðbeiningarnar innihalda lykilupplýsingar sem gott er að hafa til hliðsjónar til að styrkja umsóknir og auka gæði í Erasmus+ og ESC verkefnum. Leiðbeiningarnar geta til dæmis einfaldað þér að vísa með beinum hætti í viðeigandi stefnur ESB og komið í veg fyrir að þér yfirsjáist einfaldar aðgerðir sem þú getur framkvæmt sem hluta af verkefninu þínu og þannig aukið gæði og áhrif þess á þátttakendur og samfélagið.
Í leiðbeiningunum getur þú fundið hagnýtar upplýsingar um:
Kynntu þér nýjar leiðbeiningar um grænar áherslur og stafræna þróun og við hvetjum þig einnig til að skoða síður Landsskrifstofu Erasmus+ um þessa mikilvægu málaflokka: hér og hér.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.