Landskrifstofa Erasmus+ vekur athygli á nýjungum sem snúa að hámarki umsókna um samstarfsverkefni sem koma fram í uppfærðri handbók Erasmus+.
Hvert OID númer getur verið með í að hámarki 10 umsóknum sem lagðar eru inn í fullorðinsfræðsluhluta, starfsmenntunarhluta, æskulýðshluta eða leik-, grunn- og framhaldsskólahluta í hverjum umsóknarfresti. Hér er átt við sameiginlegan fjölda umsókna, hvort sem viðkomandi stofnun eða samtök eru umsækjandi eða samstarfsaðili. Athugið að þetta hámark á ekki við um umsóknir sem lagðar eru inn í háskólahluta. Upplýsingar um hvað gerist þegar hámarki er náð má finna hér.
Hvert OID númer getur aðeins verið umsækjandi (e. applicant organisation) einu sinni í hverjum umsóknarfresti smærri samstarfsverkefna.
Einnig er vert að vekja athygli á að samtök/fyrirtæki/stofnanir þurfa að hafa verið löglega starfandi í tvö ár áður en þau leggja inn umsókn um stærri samstarfsverkefni.
Landskrifstofan hvetur öll þau sem hafa áhuga á að sækja um hvers konar Erasmus+ styrk að skoða handbók Erasmus+ gaumgæfilega.
Ef einhverjar spurningar vakna þá má ávallt hafa samband við viðeigandi verkefnastjóra Landskrifstofunnar eða erasmusplus@rannis.is
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.