Samstarfsverkefni gefa íslenskum stofnunum og samtökum tækifæri til að efla nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir gegnum samvinnu við önnur lönd. Eins og í öðrum verkefnaflokkum Erasmus+ er mikil áhersla lögð á verkefni sem færa samfélaginu okkar aukna stafræna færni, virka þátttöku ungs fólks og jöfn tækifæri og fjölbreytileika. Einnig er sjálfbærni í brennidepli og hvatt til samstarfs sem leggur baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið.
Umsóknarfresturinn 3. nóvember er opinn í öllum hlutum áætlunarinnar: háskólahluta, starfsmenntun, æskulýðsmálum, fullorðinsfræðslu, og leik-, grunn- og framhaldsskólahluta. Hægt er að sækja um tvenns konar verkefni: annars vegar minni gerðina, sem leiðir saman að minnsta kosti tvo samstarfsaðila í tveimur löndum og byggir á einfölduðu styrkjakerfi, og hins vegar stærri verkefni þar sem þrír samstarfsaðilar í að minnsta kosti þremur löndum vinna saman. Undantekning hér er háskólahlutinn þar sem einungis stærri verkefni eru í boði.
Við hvetjum öll þau sem starfa á sviði æskulýðs- og menntamála til að grípa tækifærið og sækja um styrki til Evrópusamstarfs. Með Erasmus+ samstarfsverkefnum gefst kostur á að þróa og prófa nýjar leiðir og aðferðir, sem eykur ekki einungis gæðin í starfsemi þeirra stofnana og samtaka sem að samstarfinu koma heldur styrkir mennta- og æskulýðssamfélagið á Íslandi í heild og raunar í Evrópu allri.
Allar nánari upplýsingar má finna á síðunni okkar og í Erasmus+ handbókinni. Umsóknarformið er inni á Erasmus+ og ESC torginu og aðgengilegt á undirsíðu hvers hluta fyrir sig. Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi er ávallt reiðubúið að veita aðstoð og ráðgjöf í umsóknarferlinu og hvetur umsækjendur til að hafa samband.
Nánar um samstarfsverkefni á háskólastigi
Nánar um samstarfsverkefni í starfsmenntun
Nánar um samstarfsverkefni á sviði æskulýðsmála
Nánar um samstarfsverkefni í fullorðinsfræðslu
Nánar um samstarfsverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólahluta
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.