Nýtt forgangs­atriði fyrir samstarfs­verkefni í fullorðins­fræðslu

5.3.2020

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt um nýtt forgangsatriði fyrir samstarfsverkefni í fullorðinsfræðslu (Strategic Partnership, Key Action 2) fyrir næsta umsóknarfrest þann 24. mars kl. 11 að íslenskum tíma.

Þessu nýja forgangsatriði er ætlað að efla þátttöku allra kynslóða í Evrópusamstarfi með því að bjóða eldra fólki upp á hvers kyns formlegar og óformlegar námsleiðir og fræðslu. Með því verði eldra fólk virkjað til sífellt meiri þátttöku í samfélaginu.

Dæmi um slík viðfangsefni fyrir eldra fólk gætu verið vinnustofur, hugmyndasmiðjur, fjölmenningarlegir viðburðir og fleira sem hvetur eldra fólk til formlegs eða óformlegs náms og að skiptast á reynslu og þekkingu.

Lesa má nánar um forgangsatriði í fullorðinsfræðslu á  síðu fullorðinsfræðsluhluta samstarfsverkefna Erasmus+. Nýja forgangsatriðið er síðasta atriði upptalningarinnar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica