Í Erasmus+ áætluninni sem lauk í lok árs 2020 var mikil áhersla lögð á aukið aðgengi að Erasmus+. Verkefni áætlunarinnar standa öllum til boða óháð hverjum þeim hindrunum sem þau geta mætt í samfélaginu. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hefur af þessum sökum farið í átaksverkefni um að ná til breiðari hóps ungmenna, sem felur meðal annars í sér innlend og erlend námskeið auk ráðgjafar um verkefnahugmyndir og umsóknarferli.
Í nýrri áætlun eru þessi atriði um aðgengi undirstrikuð enn frekar og því hefur landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi ákveðið að stofna sérstakt teymi sem mun móta alhliða stefnu um aðgengi allra að Erasmus+ á Íslandi, óháð uppruna, kynvitundar, kynferðis, trúar eða líkamlegra og andlegra raskana.
Auk þessa stefnumótandi hlutverks innan skrifstofunnar mun teymið einnig að fá álit utanaðkomandi aðila, þar með talið einstaklinga sem tilheyra markhópunum sjálfum. Mun teymið sjá um að kynna fyrir samstarfsfólki á hvaða hátt sé hægt að stuðla að betra aðgengi að áætluninni.
Teymið er skipað þremur verkefnisstjórum hjá Rannís, þeim Helgu Dagnýju, Jóni Svani og Miriam Petru. Helga Dagný Árnadóttir er verkefnisstjóri í æskulýðshluta Erasmus+ og átaksverkefnisins um aukna þátttöku ungs fólks sem stendur höllum fæti í áætluninni. Jón Svanur Jóhannsson er verkefnisstjóri skólahluta Erasmus+ og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er verkefnisstjóri Upplýsingastofu um nám erlendis og Eurodesk á Íslandi.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.