European Solidarity Corps áætluninni hefur verið ýtt úr vör fyrir tímabilið 2021-2027 og umsækjendur hér á landi geta farið að kynna sér þau tækifæri sem felast í henni. Um er að ræða styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni, og opnað hefur verið fyrir umsóknir í báðum flokkum.
European Solidarity Corps gerir samtökum á Íslandi kleift að óska eftir að fá til sín sjálfboðaliða og hvetur ungt fólk til að setja á fót samfélagsverkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt. Megináhersla áætlunarinnar er á samstöðu og markmið hennar er að efla samfélagslega þátttöku fólks á aldrinum 18-30 ára. Ungt fólk getur gerst sjálfboðaliðar í Evrópu í tvær vikur til 12 mánuði.
Alls verður rúmum milljarði evra varið í European Solidarity Corps, sem mun skila sér í sjálfboðaliðastörf og önnur fjölbreytt verkefni leidd af ungu fólki. Fjármagninu er ætlað að skapa tækifæri fyrir allt að 270.000 ungmenni um gjörvalla Evrópu sem auðvelda þeim að takast á við samfélagslegar áskoranir. Í því samhengi er sérstök áhersla lögð á inngildingu, grænar lausnir og stafræna þróun. Á árinu 2021 verða tæplega 700 þúsund evrur til úthlutunar fyrir verkefni sem fara fram á Íslandi.
„Ungt fólk hefur margt að gefa til samfélagsins. Við viljum hvetja þau til að taka virkan þátt, sýna samstöðu og gefa tíma sinn í þágu málefna sem skipta þau máli. Að taka þátt í European Solidarity Corps er líka dýrmætt tækifæri til að öðlast reynslu og nýja færni.“
Mariya Gabriel, framkvæmdastjóri nýsköpunar, menningar, menntunar og æskulýðsmála hjá Framkvæmdastjórn ESB
Næsti umsóknarfrestur fyrir styrkina er 28. maí. Ungu fólki sem vill gerast sjálfboðaliðar er bent á ungmennagáttina European Youth Portal, þar sem hægt er að sjá tækifærin sem í boði eru.
Nánari upplýsingar:
Vefsíða Landskrifstofu um European Solidarity Corps
Auglýsing Evrópusambandsins fyrir umsóknir í ESC 2021
Fréttatilkynning Evrópusambandsins um ESC 2021-2027
Upplýsingablað Evrópusambandsins um ESC 2021-2027
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.