Auka umsóknarfrestur um Erasmus+ samstarfsverkefni vegna Covid-19

8.9.2020

  • Anna Shvet photographer

Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur á menntun, þjálfun og æskulýðsstarf hefur nú verið opnað fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að bregðast við áhrifum faraldursins. Umsóknarfrestur er liðinn, var 29. október 2020.

Uppbygging og skilyrði hefðbundinna samstarfsverkefna gilda en þau skulu annarsvegar styðja við rafrænar aðferðir við kennslu (Partnership for Digital Education) og hinsvegar nýjar og skapandi aðferðir (Partnership for Creativity). Sjá markmið og áherslur hér neðar. 

Nánari upplýsingar eru einnig á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Áhugasamir eru hvattir til að skoða leiðbeiningar vandlega og að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofu ef spurningar vakna.

Samstarfsverkefnin skulu styðja við eftirfarandi viðfangsefni:

Rafrænar aðferðir við kennslu (Partnership for Digital Education Readiness)

á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, háskólastigi og starfsmenntun.

Markmið og áherslur

  • Styðja við menntastofnanir og leiðbeinendur til að geta betur brugðist við þeim áskorunum sem felast í stórauknu fjarnámi. Stuðningur við kennara til að þróa stafræna hæfni er þar með talinn.
  • Aukin tækifæri fyrir skóla og stofnanir að nýta stafræna tækni og knýja þannig fram nýjungar í menntakerfinu í kjölfar heimsfaraldurs.
  • Sérstök áhersla er lögð á nýbreytni og rafrænar lausnir sem ná til hópa sem búa við skert tækifæri til náms sem og þróun aðferða sem eru sérsniðnar að aðstæðum í hverju tilfelli fyrir sig.

Nýjar og skapandi aðferðir (Partnership for Creativity)

í æskulýðsstarfi, fullorðinsfræðslu og leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Markmið og áherslur

  • Stuðla að samstarfi milli menntastofnana eða ungmennasamtaka annars vegar og menningarstofnana hins vegar á sviði menningar og lista.
  • Nýjar leiðir eða aðferðir sem efla sköpunargáfu hjá fólki í óformlegu, formlegu og formlausu námi og starfsfólki.
  • Áhersla er lögð á að gefa fólki á öllum aldri aukin tækifæri til að finna nýjar og skapandi lausnir við samfélagslegum áskorunum. Þetta styður við atvinnusköpun, sjálfbæra þróun og félagslega aðlögun á tímum Covid-19

Nánari upplýsingar um markmið og áherslur samstarfsverkefnanna (PDF, á ensKU)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica