"Opið hús" á netinu fyrir spurningar tengdar Erasmus+ umsóknum

5.5.2021

  • 1620223324651_ISS_21327_02725.eps_2600_1800

Það styttist í næsta Erasmus+ umsóknarfrest, sem er þriðjudaginn 11. maí kl. 10:00 að íslenskum tíma. Þessi frestur lýtur að flokknum Nám og þjálfun og er fyrir öll skólastigin og æskulýðsstarf. Föstudaginn 7. maí kl. 11 ætlum við að sitja fyrir svörum um umsóknarferlið. 

Á opna húsinu ætlum við að gera okkar besta við að svara þeim spurningum sem brenna á ykkur við vinnslu umsókna. 

Hér er hlekkur á opna húsið.

Við vonumst til að sem flest geti rekið inn nefið á föstudag, en ef þið komist ekki má alltaf hafa samband við starfsfólk Erasmus+ á Íslandi. 

Hér má síðan lesa um aðra umsóknarfresti á árinu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica