50 íslensk ungmenni á 18. aldursári fá Discover EU passa til að ferðast með lest um Evrópu. 200 Íslendingar hafa fengið passann síðustu ár. Umsóknarfrestur opnaði í dag og er til 30. apríl.
Íslenskum ungmennum á átjánda aldursári gefst nú tækifæri til þess að vinna Discover EU passa . Með honum fá ungmenni lestarpassa og ferðast frítt innan Evrópu í þrjátíu daga.
Discover EU, sem er frumkvæðisverkefni á vegum Evrópusambandsins, stendur nú fyrir happdrætti þar sem 50 heppnir Íslendingar munu fá þrjátíu daga lestarpassa auk flugmiða út til Evópu.
Markmið happdrættisins er að opna Evrópu fyrir 18 ára ungmennum og gefa þeim færi á að kynnast menningararfleið, sögu og fólki álfunnar. Landsskrifstofa Erasmus+ á Íslandi auglýsir happdrættið sem er á vegum Erasmus+.
Hægt að er sækja um sem einstaklingur eða sem hluti af hóp. Ef hópurinn er dreginn út í happdrættinu ferðast hann saman. Þá býðst ferðalöngunum heppnu einnig að taka þátt í DiscoverEU-viðburðum víðs vegar um Evrópu sem skipulagðir eru af DiscoverEU-skrifstofunni í hverju landi.
„Besta minningin er örugglega þegar ég fékk „open water“-köfunarréttindin mín í Portúgal og eyddi þremur dögum í sjónum að leika mér við fiskana,“ sagði Aníta Ýrr fyrrverandi DiscoverEU-fari.
Nú þegar hafa yfir 200 Íslendingar ferðast á vegum DiscoverEU.
Happdrættið hófst í dag, 16. apríl, og er opið fyrir umsóknir til 30. apríl klukkan 10 að íslenskum tíma. Ungmenni fædd á bilinu 1. júlí 2005 til 30. júní 2006 geta tekið þátt í happdrættinu í ár.
Nánari upplýsingar má nálgast hér.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.