Opnað fyrir Discover EU umsóknir

Íslensk ungmenni geta unnið ferðalag um Evrópu

16.4.2024

50 íslensk ungmenni á 18. aldursári fá Discover EU passa til að ferðast með lest um Evrópu. 200 Íslendingar hafa fengið passann síðustu ár. Umsóknarfrestur opnaði í dag og er til 30. apríl.

Íslensk­um ung­menn­um á átjánda ald­ursári gefst nú tæki­færi til þess að vinna Discover EU passa . Með honum fá ungmenni lestarpassa og ferðast frítt inn­an Evr­ópu í þrjá­tíu daga.

Disco­ver EU, sem er frum­kvæðis­verk­efni á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins, stend­ur nú fyr­ir happ­drætti þar sem 50 heppn­ir Íslend­ing­ar munu fá þrjá­tíu daga lestarpassa auk flug­miða út til Evópu.

Mark­mið happ­drætt­is­ins er að opna Evr­ópu fyr­ir 18 ára ung­menn­um og gefa þeim færi á að kynn­ast menn­ing­ar­arf­leið, sögu og fólki álf­unn­ar. Lands­skrif­stofa Era­smus+ á Íslandi aug­lýs­ir happ­drættið sem er á veg­um Era­smus+.

7807214458_42f7a54468_c

Skemmti­leg­ir viðburðir víða um Evr­ópu

Hægt að er sækja um sem ein­stak­ling­ur eða sem hluti af hóp. Ef hóp­ur­inn er dreg­inn út í happ­drætt­inu ferðast hann sam­an. Þá býðst ferðalöng­un­um heppnu einnig að taka þátt í Disco­v­er­EU-viðburðum víðs veg­ar um Evr­ópu sem skipu­lagðir eru af Disco­v­er­EU-skrif­stof­unni í hverju landi.

„Besta minn­ing­in er ör­ugg­lega þegar ég fékk „open water“-köf­un­ar­rétt­ind­in mín í Portúgal og eyddi þrem­ur dög­um í sjón­um að leika mér við fisk­ana,“ sagði Aníta Ýrr fyrr­ver­andi Disco­v­er­EU-fari.

Nú þegar hafa yfir 200 Íslend­ing­ar ferðast á veg­um Disco­v­er­EU.

Happ­drættið hófst í dag, 16. apríl, og er opið fyr­ir um­sókn­ir til 30. apríl klukk­an 10 að ís­lensk­um tíma. Ung­menni fædd á bil­inu 1. júlí 2005 til 30. júní 2006 geta tekið þátt í happ­drætt­inu í ár.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica