Euroguidance miðstöðvarnar á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum bjóða upp á röð örnámskeiða á netinu. Fyrsta námskeiðið verður haldið 16. október nk. kl. 13:00 - 15:00 undir yfirskriftinni "Starfsþróun í ljósi félagslegs réttlætis"
Félagslegt réttlæti er hugtak sem oft heyrist, en er nokkuð abstrakt í samhengi starfsráðgjafar. Frönsk-kanadísku þjálfararnir France Picard, Michel Turcotte, Simon Viviers, Patricia Dionne munu á námskeiðinu leiða þig í gegnum hæfnismódelið eftir Amartya Sen til að hjálpa þér að velta fyrir þér hvað félagslegt réttlæti þýðir fyrir þig í daglega lífi. Þjálfararnir munu einnig hjálpa þér að finna raunhæf skref til að innleiða félagslegt réttlæti í þínu starfi.
Vefnámskeiðið byggir á grein sem birt var í Career Theories and Models at Work: Ideas for practice (CERIC 2019).
Vertu velkomin í hóp norrænna og baltneskra samstarfsfélaga á þessu lifandi og gagnvirka netnámskeiði!
Þjálfunin er veitt af Euroguidance Eistlandi og Lettlandi í samvinnu við norrænu og baltnesku Euroguidance miðstöðvarnar.
Þér er velkomið að skrá þig fyrir 9. október:
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.