Landskrifstofa Erasmus+ stóð 1.-3. nóvember fyrir ráðstefnu á Akureyri undir yfirskriftinni „Rural Inclusion in Erasmus+“. Ráðstefnan var ætluð kennurum sem starfa í skólum á landsbyggðinni sem hafa áhuga á að bæði efla og alþjóðavæða skólastarfið sitt og samstarfið sín á milli. Samtals voru þátttakendur 56 talsins frá 14 Evrópulöndum.
Dagskrá ráðstefnunnar innihélt m.a. ávarp frá Rúnari Gunnarssyni, forstöðumanni alþjóðaskrifstofu Háskólans á Akureyri og kynningu á því góða starfi sem fer fram innan ramma Erasmus+ við Menntaskólann á Tröllaskaga, Lundarskóla og Stórutjarnaskóla.
Markmið ráðstefnunnar var að gera kennurum sem starfa á landsbyggðinni kleift að hitta hver annan og hefja samstarf sín á milli. Á sama tíma gafst tækifæri til að ræða þær áskoranir sem upp geta komið í alþjóðasamstarfi á landsbyggðinni, sem og skiptast á góðum ráðum. Þátttakendur ráðstefnunnar voru sammála um að aðgengi að Erasmus+ væri mikilvægur liður í að auðga skólastarf á landsbyggðinni og gerði kennurum og skólastjórnendum kleift að sækja mikilvægan innblástur og þekkingu hver til annars. Eftir tvo innihaldsríka daga á Akureyri héldu þátttakendur aftur til Reykjavíkur og þaðan heim til sín með vonandi nýjar hugmyndir, lausnir og innblástur til að halda áfram að efla sín menntasvæði á landsbyggðinni.
Viðburðurinn var fjármagnaður af TCA-verkefnaflokki Erasmus+, sem stendur fyrir Training and Cooperation Activities. Þessi flokkur gerir landskrifstofum í öllum þátttökulöndum Erasmus+ kleift að koma á fót fjölþjóðlegum viðburðum og samstarfi sem ætlað er að styðja við forgangsatriði Erasmus+ og efla gæði í umsóknum og verkefnum á vegum áætlunarinnar. Viljir þú kynna þér betur álíka viðburði í Evrópu hvetjum við þig til að skoða möguleika á þátttöku.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.