Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund stendur Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí kl. 13:30 sem ber yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar. Þar verður sjónum beint að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.
Stafræn borgaravitund er ekki einungis lykill að öruggri og ábyrgri netnotkun heldur er hún einnig grundvöllur þess að einstaklingar geti tekið upplýstar ákvarðanir og virkan og farsælan þátt í samfélaginu. En hvernig geta skólar, stofnanir og samtök eflt fólk í gagnrýnni hugsun og samskiptafærni á netinu og hvernig getur evrópskt samstarf hjálpað?
Ráðstefnan býður upp á umræður um kennslu stafrænnar borgaravitundar, mikilvægi hennar og innleiðingu hér á landi. Sérstök áhersla verður lögð á alþjóðlegt samstarf á þessu sviði gegnum Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og eTwinning, en sú síðarnefnda fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Á viðburðinum mun einnig verða fjallað um önnur stoðverkefni Erasmus+ áætlunarinnar sem fagna tímamótum í ár, en það eru EPALE sem fagnar 10 ára afmæli, Europass 20 ára og heil 35 ár eru liðin síðan Eurodesk var sett á fót. Þá verða frumsýnd myndbönd um verkefni styrkt úr þessum áætlunum þar sem vel hefur tekist að takast á við þær áskoranir sem fylgja stafrænum miðlum og að finna leiðir til árangurs í samstarfi við önnur lönd í Evrópu.
Dagskrá:
13:30 |
Ráðstefna sett |
13:40 |
Opnunarávörp |
14:10 |
Pallborðsumræður: Af hverju er kennsla stafrænnar borgarvitundar svo aðkallandi og hvernig hefur hún verið innleidd á Íslandi? |
14:50 |
Pallborðsumræður: Hvernig opnar Evrópusamstarf nýja möguleika til að efla stafræna borgaravitund? |
15:30 |
Ráðstefnu slitið og boðið upp á léttar veitingar |
* Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar og nánari upplýsingar um þátttakendur verða birtar á næstunni.
Ráðstefnan fer fram í Eddu, húsi íslenskunnar, Arngrímsgötu 5, og gott aðgengi er að byggingunni. Í samræmi við grænar áherslur Landskrifstofu Erasmus+ eru þátttakendur hvattir til að nýta sér umhverfisvæna ferðamáta til að sækja ráðstefnuna. Strætóleiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 15 stoppa allar í grennd við Eddu.
Ráðstefnan er öllum opin og sérstaklega eru þau hvött til að mæta sem starfa á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta og vill auka þekkingu sína á því hvernig má vinna með stafræna borgaravitund fólks á öllum aldri í innlendu og evrópsku samhengi. Um staðfund er að ræða en ráðstefnan verður tekin upp og gerð aðgengileg á síðu erasmusplus.is að henni lokinni. Þátttakendur utan höfuðborgarsvæðisins geta óskað eftir ferðastyrk í skráningarforminu til að auðvelda þátttöku.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.