Þekkir þú einhvern sem er að hugsa um að fara í nám eða langar í skemmtilega reynslu erlendis? Þá gætu þessar upplýsingaveitur komið að gagni.
Upplýsingastofa um nám erlendis heldur úti vefnum www.farabara.is þar sem finna má gagnlegar upplýsingar fyrir öll þau sem hyggjast stunda nám í útlöndum. Þar er að finna allt frá greinargóðum upplýsingum um undirbúning og tungumálapróf, yfir í ýtarlegar upplýsingar um ólík lönd og styrki til náms. Fólk sem hugleiðir að fara í nám erlendis og hefur spurningar um ferlið getur haft samband við upplýsingastofuna á netfangið upplysingastofa@rannis.is.
Eurodesk er evrópsk upplýsingaveita sem styður við Erasmus+ áætlunina. Á samfélagsmiðlum Eurodesk eru ný og skemmtileg tækifæri fyrir ungt fólk í Evrópu birt reglulega og vakin athygli á þeim ólíku möguleikum sem Erasmus+ og European Solidarity Corps hafa að bjóða. Eurodesk heldur einnig úti leitarvél um nám, starfsnám, sjálfboðaliðastörf, styrki og ýmis önnur skemmtileg verkefni. Hægt er að hafa samband með því að senda skilaboð á samfélagsmiðlum Eurodesk eða á netfangið eurodeskis@eurodesk.eu
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.