Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vestmannaeyjar heim og fundar í húsnæði Visku að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 31. ágúst, kl.15:00.
Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig, og æskulýðsmál og íþróttir, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES.
Við hvetjum sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, íþróttafélög, fyrirtæki, ungt fólk og öll önnur sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi að nýta tækifærið og taka þátt. Starfsfólk okkar verður svo til taks eftir kynningarnar fyrir þau sem vilja ræða möguleikana í norrænu og evrópsku samstarfi nánar.
Skrá þátttöku
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir um fundinn til Evu Einarsdóttur kynningarfulltrúa: eva.einarsdottir@rannis.is, sími: 691 3351.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.